Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 108
Kristján Eldjárn. (1956). Kuml og
haugfé úr heiðnum sið á Íslandi.
Akureyri: Bókaútgáfan Norðri.
Kristján Eldjárn. (2000). Kuml og
haugfé úr heiðnum sið á Íslandi. Adolf
Friðriksson (ritstj.), 2. útgáfa.
Reykjavík: Mál og menning.
Kristján Mímisson (2004). Landslag
möguleikanna: Kall eftir faglausri
hugsun í fornleifafræði. Ritið: 2/ 2004,
bls. 29-50.
Lucas, G. (2004). Íslensk fornleifafræði
í norður-evrópsku samhengi. Ritið: 2/
2004, bls. 11-27.
Meskell, L. (1999). Archaeologies of
Social Life: Age, Sex, Class et cetera in
Ancient Egypt. Massachusetts:
Blackwell Publishers.
Meskell, L. (2004). Object Worlds in
Ancient Egypt: Material Biographies
Past and Present. Oxford: Berg.
Ólafía Einarsdóttir. (2006a). Stutt
æviágrip. Skjöldur, bls. 4-5.
Ólafía Einarsdóttir. (2006b). Um vald
húsfreyja á Íslandi á fyrri tíð. Skjöldur,
bls. 5-10.
Orri Vésteinsson. (1993). Athugasemdir
við grein Bjarna F. Einarssonar: Hið
félagslega rými að Granastöðum. Árbók
Hins íslenska fornleifafélags 1992, bls.
78-82.
Reykjanesbær. (2005, 8. október).
Víkingasverð og víkingaheimur í
Reykjanesbæ. Skoðað 28. apríl 2007 á
http://www.rnb.is/news_all.asp?
cat_id=14&module_id
=220&element_id=4433
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.
(1999). Konan með kyndilinn. Í Irma
Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir
(ritstj.), Simone de Beauvoir:
Heimspekingur, rithöfundur, femínisti
(bls. 67-82). Reykjavík: Háskólaútgáfan
og Rannsóknarstofa í kvennafræðum.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. (2005,
1. október). Póstmódernisminn og
Hluturinn. Lesbók Morgunblaðsins, bls.
24.
Sigríður Matthíasdóttir. (2004). Hinn
sanni Íslendingur: Þjóðerni, kyngervi
og vald á Íslandi 1900-1930.
Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Sigríður Matthíasdóttir. (2005). Svör
við andmælum. Skírnir 179 (vor 2005),
bls. 161-179.
Sigríður Þorgeirsdóttir. (2001). Kvenna
megin: ritgerðir um femíníska
heimspeki. Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag.
Snorri Már Skúlason. (2004, 2. júní). Af
hugmynd um sverð. Morgunblaðið, bls.
27.
Steinunn Kristjánsdóttir. (2006).
Inngangur. Ólafía I, bls. 9-17.
Sørensen, M. L. S. (1996). Identifying
or Including: Approaches to the
Engendering of Archaeology. K.A.N.,
no. 21, bls. 51-60.
Sørensen, M. L. S. (2000). Gender
Archaeology. London: Polity Press.
Þórarinn Eldjárn. (2001). Grannmeti og
átvextir. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
__________
108
Undir mold og steinum...
Gríska goðsagan var notuð sem
myndlíking fyrir megin markmið
ritgerðarinnar: að rannsaka birtingar-
myndir karlmennsku um borð í
Pandóru og þar með sýna fram á að
kynjafræðileg nálgun innan sjávar-
fornleifafræði skilar fyllri en um leið
mun flóknari mynd af daglegu lífi um
borð. Markmið þessarar greinar er að
kynna helstu viðfangsefni rit-
gerðarinnar. Hér verður skipið sjálft þó
ekki jafn mikið í forgrunni og í
ritgerðinni, heldur verður reynt að varpa
ljósi á hvernig hægt er að rannsaka
karlmennsku í fortíðinni og fornleifa-
fræði Pandóru verður notuð sem dæmi.
Þessari grein má því skipta gróflega
í tvennt. Í fyrri hlutanum mun ég skoða
hvernig skilgreina megi karlmennsku
og hvernig hugtakið hefur verið
rannsakað innan fornleifafræðinnar en í
framhaldinu leggja til að best sé að
hugsa um karlmennsku sem mótaða í
orðræðu (Whitehead 2002). Í seinni
hlutanum ætla ég að sýna fram á
hvernig þessi orðræða var mótuð um
borð í 18. aldar herskipi, freigátunni
Pandóru. Ég mun fjalla um sögu
skipsins, karlmennskur á 18. öld og
hinn „skrýtna heim“ sjómannsins. Þá
hvernig hefur verið fjallað um
félagslífið um borð skipsins innan
sjávarfornleifafræði og að lokum það
hvernig nota megi kynja-
fornleifafræðilega nálgun til að
rannsaka lífið á herskipi frá síðari hluta
18. aldar.
Hvað er karlmennska?
Karlmennska er gildishlaðið hugtak.
Hin dæmigerða orðabókarskýring á
merkingu orðsins karlmennska;
„manndómur, hreysti, dugnaður,
hugrekki“ (Íslensk orðabók 2002, bls.
752), sýnir það bersýnilega. Um og upp
úr 9. áratug síðustu aldar byrjuðu
fræðimenn innan kynjafræða og skyldra
greina að fjalla á fræðilegan hátt um
karlmennsku og freista þess að svara
spurningunni, hvað er karlmennska?
Segja má að þessi fræðilega umfjöllun
__________
109
Að opna öskju Pandóru
Sæfarar, karlmennska og stéttarvitund
um borð í HMS Pandóru
Sindri Ellertsson Csillag
Titill þessarar greinar er þýðing á MA-ritgerð við Háskólann í Manchester: „Unlocking
Pandora’s Box“. Titillinn hafði tvöfalda merkingu. Annars vegar vísaði askja Pandóru
til sérstaks fangelsisklefa sem byggður var á afturþilfari freigátunnar Pandóru og hins
vegar vísaði titillinn til grísku goðsögunnar um öskju Pandóru.