Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 113

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 113
Þó er þessi þriðja bylgja síður minna prófemínísk en þær fyrri og byggir einnig á hugmyndum höfunda þriðju bylgju femínískra fræða eins og Judith Butler (1990) sem hafnað hefur þeirri hugmynd að hægt sé að fjalla um líffræðilega mótað kyn og félagslega mótað kyngervi sem aðskildar hug- myndir. Þess í stað segir Butler að hugmyndir okkar um kyn, kyngervi og kynhneigð séu ávallt félagslega mótaðar og að kyngervi sé líkamnað (e. embodied). Hugmynd Butler um líkamnað kyngervi byggir að stórum hluta á kenningu franska félags- fræðingsins Pierre Bourdieu um habitus (1977) en Butler styðst einnig við seinni kenningar Michel Foucault um vald. Butler hefur sagt að líkömnuð verund (e. embodied being) sé í raun útkoma á síendurteknum flutningi (e. performance) ákveðinna fordæma (Butler 1993, bls. 12-16, 101-119). Hin ákveðnu fordæmi má einnig kalla hinar fullkomnu ímyndir (e. archtypes) karlmennsku og kvenleika en samkvæmt hugmyndum Butler (1993) verða þessar fullkomnu ímyndir þó aldrei fullkomlega líkamnaðar, þ.e. enginn nær fullkomnun. Þegar litið er á kyngervi sem líkamnað og upplifað er einnig hægt að komast frá tvíhliða andstæðuparinu karlar:konur í átt að meiri fjölbreytileika sem byggir meðal annars á því að mótun kyngervis sé bæði persónubundin, þ.e. tengd lífsferli viðkomandi manneskju (sjá t.d. Dawson 1991), og að sami líkaminn geti líkamnað bæði karlmennsku og kvenleika (Halberstam 1998; 2005). Karlmennska og kvenleiki eru því ekki andstæðir pólar og má frekar hugsa um þau sem einhverskonar litróf eða mengi kyngerva. Innan karlafræðanna hefur þessi þróun mála orðið til þess að kastljósinu hefur verið beint að hversdagslegri þáttum karlmennskunnar, s.s. að körlum sem feðrum og sambandi þeirra við heimilið (Townsend 2002), hvernig móta megi karlmennsku drengja með hugsjóninni um kynjajafnrétti (Ingólfur Á. Jóhannesson 2004) og hvernig karlmennska sé búin til og flutt í netheimum (Kendall 2002). Stephen Whitehead (2002) hefur skilgreint karlmennsku sem orðræðu og byggir þar, líkt og Judith Butler gerði áður, á umfjöllun franska heim- spekingsins og félagsfræðingsins Michel Foucault um vald. Í seinni skrifum sínum lagði hann til að skilgreina mætti orðræðu um vald á eftirfarandi hátt: „Við megum ekki ímynda okkur að heimur orðræðunnar skiptist í samþykkta orðræðu og úti- lokaða orðræðu, eða í ríkjandi orðræðu og þá undirokuðu; heldur sem aragrúa af hlutum orðræðunnar sem birtast á mismunandi stigum“ (Foucault 1984, bls. 10, tilvitnun í Whitehead 2002, bls. 104, þýð. höfundar). Whitehead segir að einnig sé hægt að hugsa um karlmennsku sem orðræðu á þennan sama hátt. Manneskjur séu því „...eðlislega tengdar orðræðunni, líkamnaðar og aldar upp í orðræðu, en hafi einnig getuna til að spegla sig í orðræðunni – þar sem takmörk speglunarinnar ráðist af þeim hlutum __________ 112 Að opna öskju Pandóru orðræðunnar sem aðgengilegir eru hverju sinni“ (Whitehead 2002, bls. 105 þýð. höfundar). Orðræða um karl- mennsku er því í stöðugri mótun og ekki einkamál karla heldur taka allir þátt í mótun orðræðunnar. Kynja- fræðingurinn Eve Sedgwick hefur lýst því hvernig hún tekur þátt í þessari orðræðu: „Sem kona fæst ég við karlmennsku sem neytandi; ég neyti hennar þó ekki meira heldur en karlmenn; og eins og karlmenn þá tek ég einnig þátt í að móta karlmennsku og flytja hana“ (1995, bls. 13, þýð. höfundar). Með póststrúktúralískri sýn á vald hefur Ingólfur Ásgeir Jóhannesson fylgt Whitehead að máli og sagt: „Við erum skapendur hugmynda og athafna en jafnframt tökum við upp orð, hug- myndir og aðgerðir (þ.e. þrástef), t.d. þau viðhorf til drengja og stúlkna sem eru í boði hverju sinni. Meðvitað og ómeðvitað miðum við við hvaða hugmyndir og siðferði eru viður- kennd“ (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson 2004, bls. 61). Þannig má skilja hugmyndir okkar um kyngervi sem einskonar habitus (sbr. Bourdieu 1977) sem við mótum með orðum, gjörðum og venjum en um leið mótar okkur, orðin, gjörðirnar og venjurnar. Með því að skilgreina karlmennsku og kvenleika sem orðræðu má einnig skilja betur tengslin á milli atburða, hegðunar og hugmynda. Þegar karl- mennska er skilgreind sem orðræða er jafnframt hægt að gera ráð fyrir því að einstaklingar sem taka þátt í orð- ræðunni geti tileinkað sér hluta hennar og haft áhrif á hana fyrir atbeini (e. agency) sitt en þeir eru þó háðir því að sökum ýmissa annarra þátta, s.s. aldurs, stéttar, líkama, þjóðernis og ekki síst lífshlaups, eru þeir takmarkaðir við ákveðna hluta orðræðunnar hverju sinni (Whitehead 2002, bls. 110). Whitehead tekur sem dæmi um takmörkun við hluta orðræðunnar vald feðraveldisins yfir konum af asísku bergi brotnu. Vald feðraveldisins geti verið mismunandi eftir því hvort þessar konur hafi flust til Evrópu, í þessu tilfelli til Bretlands, eða ekki, þ.e. hvort þær hafi getað tileinkað sér orðræðuna í Bretlandi sem byggir að einhverju leyti á vestrænum hug- myndum um kvenfrelsi. Þær konur sem flytjast til Bretlands geti þó aldrei sökum uppruna síns og þeirrar menningarlegu mótunar sem átti sér stað fyrir flutninginn orðið jafn „frjálsar“ og breskar konur (Whitehead 2002, bls. 106-107). Þó þessi félagslega þriðja bylgja orðræðunnar um karlmennsku nái að komast burt frá tvíhliða andstæðuparinu karlar:konur sem byggir annaðhvort á líffræðilegum mun eða pólitískum heildum geta málin vandast þegar við einsetjum okkur að fjalla um kyngervi í fortíðinni. Því er vert að spyrja hvernig hægt sé að fjalla um karlmennsku í fornleifafræði án þess að karlmennsku sé einfaldlega bætt út í hugtakasúpuna og hrært vel í (sbr. hin fleyga setning: „að bæta konum inn í söguna og hræra vel í“. Sjá Boxer 1982, bls. 258; Tringham 1991, bls. 95). __________ 113 Sindri Ellertsson Csillag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.