Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 128

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 128
(Campbell og Gesner 2000, bls. 99). Margir diskar úr creamware sem fundist hafa eru með merkingum á botninum sem tilheyra ekki framleiðsluferlinu heldur hafa verið skrapaðar í glerunginn með hvössum oddi. Þessar merkingar eru annaðhvort C eða M – W. (Campbell og Gesner 2000, bls. 100). Hugsanlegt er að meðlimir úr áhöfninni hafi átt sinn persónulega borðbúnað og gæti því sá borðbúnaður sem merktur er með C tilheyrt öðrum liðsforingjanum, Robert Corner, og M gæti staðið fyrir miðskipsmanninn Richard Matson (Campbell og Gesner 2000, bls. 101). Önnur og líklegri skýring er þó að keyptur hafi verið sameiginlegur borð- búnaður áður en lagt var af stað. Því mætti skýra þau ílát sem merkt eru með W svo að þau hafi tilheyrt matsal undirforingjanna, (e. wardroom) og þau sem merkt eru með C hafi tilheyrt höfuðsmanninnum (e. captain eða great cabin) (Campbell og Gesner 2000, bls. 101). Tafla 2 sýnir öll ílát sem merkt hafa verið annaðhvort með C eða með W-M. Royal Pattern ílátin, sem segja má að hafi verið nýstárlegri, eru mun fleiri merkt með C sem bendir til þess að borðbúnaður höfuðsmannsins hafi verið fínni en borðbúnaður undirforingjanna. Einnig kemur berlega í ljós að fleiri diskar hafa verið merktir með C en fleiri föt, þ.e. stærri framreiðsluílát, með W. Það virðist því nokkuð líklegt að merkingarnar á diskunum hafi gagngert verið gerðar til að aðskilja þá diska sem átti að nota í matsal undirforingjanna og þá sem átti að nota í borðstofu höfuðsmannsins. Bent hefur verið á að diskar að heiman hafi getað vakið minningar um heimahagana á siglingu langt í burtu frá þeim (Dellino-Musgrave 2006, bls. 121), en einnig getur verið að um borð í Pandóru hafi þeir verið notaðir gagngert til að styrkja í sessi valda- hlutföllin um borð. Algengt var að höfuðsmenn hefðu þann sið að borða einu sinni til tvisvar í viku með sínum undirforingjum á meðan skipið var úti á rúmsjó (Lewis 1960, bls. 230). Þar með má segja að höfuðsmaðurinn hafi getað haldið í sína venjulegu borðsiði og stöðu sína sem heimilisfaðir skipsins. Með því að snæða reglulega með undir- foringjunum hefur Edwards höfuðs- maður skilgreint sig sem heimilisföður skipsins og með því að nota borðbúnað ættaðan frá heima-högunum minnt undirsáta sína reglulega á að hann einn væri sjálfstæður, óháður og alráður. Einn hluti karlmennskuorðræðunnar á 18. öld sem aðgengilegur var mönnum sem störfuðu á sjónum, burt séð frá stéttamun, var ævintýramennska (Green 1993, bls. 225-226). Sá gripa- flokkur sem sem fundist hefur um borð í Pandóru og hlotið hefur mesta athygli eru „forvitnilegu gripirnir“ sem áhöfnin safnaði á Tahítí og nærliggjandi eyjum. Forvitnilegu gripirnir eru m.a. Fiskveiðiáhöld (Fallowfield 2001, bls. 5), stríðskylfur (Campbell 1997, bls. 3) og búningur sem tilheyrir greftrunar- athöfnum frumbyggja á Tahítí (Illidge 2002, bls. 66). Þessir gripir hafa allir __________ 128 Að opna öskju Pandóru __________ 129 Sindri Ellertsson Csillag Hvítleir Jarðleir Pearlware Postulín Samtals Royal Pattern Samtals Stimplað Skál 7 1 4 4 0 0 Krukka 1 0 1 0 0 0 Fat 14 12 0 0 0 0 Diskur 48 37 0 0 0 0 Koppur 3 0 0 0 0 0 Undirskál 0 0 17 17 3 3 Tebolli 0 0 21 20 9 4 Djúpur diskur 1 0 0 0 0 0 Olíukrukka 0 0 3 0 0 0 Sósukanna 1 0 0 0 0 0 Súpudiskur 1 1 0 0 0 0 Tarína 1 1 0 0 0 0 Vasi 1 0 0 0 0 0 Grenikrukka 1 0 233 0 0 0 Samtals 83 279 12 7 Tafla 1. Hluti af þeim ílátum sem fundist hafa um borð í Pandóru (Sindri Ellertsson Csillag 2009, bls. 27).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.