Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 140

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 140
 Eins og Adolf Friðriksson (1994) hefur meðal annarra bent á var fornfræðilegur áhugi og rannsóknir í árdaga íslenskrar fornleifaræði að verulegu leyti innblásinn af því þjóðernisrómantíska andrúmslofti sem náði e.t.v. hámarki í kringum sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á síðari hluta 19. aldar. Óbilandi trú á áreiðanleika fornsagnanna einkennir margar þessara rannsókna og markmið þeirra er gjarnan að staðfesta þennan áreiðanleika. Þannig voru sögurnar oft ráðandi um það hvaða minjar voru rannsakaðar og jafnframt lögðu menn sig fram við að tengja fornminjar af ýmsu tagi við nafngreinda einstaklinga eða atburði úr sagnaheiminum. Markmiðið var því í sjálfu sér ekki ný þekkingarsköpun heldur staðfesting á þeirri sögulegu þekkingu sem þegar var til staðar. Þótt margt hafi breyst í tímans rás má segja að ákveðinnar einsleitni gæti lengi vel þegar rannsóknarsaga íslenskra kumla er skoðuð. Þótt það kunni að hljóma sérkennilega má segja að það sem einkenni margar þessara rannsókna sé það að áherslan er ekki á kumlin sjálf, heldur eru kumlin fremur verkfæri til þess fallin að varpa ljósi á aðra þætti. Aðallega eru þetta tveir óvissuþættir; annars vegar sá sem snýr að uppruna Íslendinga og hins vegar sá sem lýtur að tímasetningu landnáms, en einnig mætti nefna þætti eins og efnahagslegar aðstæður og viðskipta- tengsl. Sem afmarkaður flokkur minja, frá upphafsöld íslenskrar byggðar eru kumlin enda vel til þess fallin að varpa skýrara ljósi á þessi atriði. Vegna þessara rannsóknar-markmiða hafa kumlin því gjarnan verið hlutuð niður eftir eðli og eiginleikum gripanna sem mynda haugfé þeirra (sverð með sverðum, kambar með kömbum o.s.frv.) í stað þess að líta á hvert kuml sem merkingarbæra heild í sjálfu sér. Eftir formerkjum gerðfræðinnar hefur hver gripaflokkur síðan verið borinn saman við sína líka annarstaðar í víkinga- heiminum í leit að samhljómi. Annað sem hefur einkennt íslenskar kumlarannsóknir er ákveðin vantrú á upplýsingagildi kumlanna og mikil áhersla á lítilfjörleika safnsins, fátæklega efnismenningu, tilkomulitla ásjónu kumlanna og einsleitni þeirra. Þessi vantrú kemur í fyrstu á óvart en sé málið hins vegar sett í samhengi er hún kannski ósköp eðlileg. Að verulegu leyti stafar hún líklega af vantrú á íslenskri fornleifaræði almennt í saman- burði við tvennt; annars vegar bókmenntaarfinn og hina rituðu Íslandssögu og hins vegar forna efnis- menningu hinna Norðurlandanna. Hvort tveggja má til að mynda greina í eftirfarandi orðum danska texta- fræðingsins Kristians Kålund, sem áberandi var innan íslenskra fornleifa- rannsókna í lok 19. aldar: „Island, der ved sin ældre litteratur har så stor betydning for studiet af Nordens oldtid, yder med hensyn til oldsager og andre fortidslævninger langtfra noget tilsvarende; og i henseende til fundenes mængde og de bevarede genstandes antal vil dette land vel altid stå betydelig tilbage for de fleste andre egne af Norden“ (Kålund, 1882, 57). __________ 140 Fé og frændur í eina gröf Það sjónarhorn sem hér kemur fram átti eftir að verða lífseigt stef innan fornleifafræðinnar almennt og hefur þess meðal annars gætt í umfjöllunum manna um kumlin allt fram á þennan dag. Þannig fullyrti norski fornleifa- fræðingurinn Haakon Shetelig, sem dvaldi hér á landi við rannsóknir á víkingaaldarminjum fyrir miðja síðustu öld, að einnkennandi fyrir Ísland væri „... að þar sjást engin minningarmörk, sem mikið ber á, engir stórir haugar, svo sem vjer getum að líta hvarvetna um land allt í Noregi ... Íslendingar hafa í því tilliti verið alveg lausir við allan metnað, og má segja, að hin einfalda, hógværlega gerð á dysjunum sje einkennandi þáttur í hinu nýja þjóðfjelagi þeirra allan fyrsta hlutann af lýðveldistímabilinu. Jafn- tilbreytingarlaus var greftrunin sjálf“ (Shetelig, 1939, 8). Þessi meinta „fátækt“ kumlasafnsins, sem lesa má út úr orðum bæði Kålunds og Sheteligs, hefur síðan velkst fyrir flestum þeim fræðimönnum sem fengist hafa við þennan efnivið. Þannig hafa samanburðarrannsóknir orðið áberandi þar sem áhersla er lögð á að skýra með vísun í ytri þætti hvers vegna íslenska kumlasafnið skortir þá þætti sem Shetelig nefndi hér að framan, þ.e. stóra hauga, meiri íburð, ríkulegra og fjöl- breyttara haugfé, brunakuml o.s.frv. Sömu tilhneigingu er að finna víða í verkum Kristjáns Eldjárn. Í formála doktorsritgerðar sinnar fullyrti Kristján að það væri ætlun sín að flytja fornleifafræði í strangasta skilningi og því myndi hann ekki leggja sig eftir því að tengja viðfangsefni sitt persónum eða atburðum fornsagnanna (Kristján Eldjárn, 1956, 9). Engu að síður lét Kristján tíðum í ljós vantrú sína á upplýsingagildi fornleifanna og virðist hafa talið þær eftirbáta ritheimildanna. Eins virðist sem Kristjáni hafi ekki þótt mikið til íslenska kumlasafnsins koma, þótt vissulega hafi hann helgað stóran hluta rannsókna sinna þessum efnivið. „[K]umlin á Íslandi [líkjast] mest hinum óvönduðu norsku kumlum ... Hvað sem líður höfðinglegum uppruna landnámsmanna, eru kuml þeirra og heiðinna niðja þeirra yfirlætislaus ... einföld að gerð og hófsamleg að haugfé, með hversdagssvip ...“ (Kristján Eldjárn, 2000 [1956], 296-297). Rit Kristjáns Eldjárn, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, er bæði umfangsmikið og ítarlegt og stendur enn fyrir sínu sem mikilvægasta yfirlitsrit íslenskra kumlarannsókna í dag. Nálgun hans byggist þó á gerðfræðinni og var markmið hans fyrst og fremst að svara hefðbundnum spurningum um uppruna landnáms- manna og tímasetningu land-náms. Meðferð hans á efniviðnum einkennist því af uppstokkun og flokkun í þeim tilgangi að koma efninu á samanburðar- hæft form. Kumlin sjálf, eins og þau koma fyrir og sem trúarlega eða samfélagslega mikilvæg, koma lítið við sögu. Eins og aðrir var Kristján einnig upptekinn af því hvernig íslensk kuml voru frábrugðin kumlum annarstaðar í víkingaheiminum og taldi almenna hófsemi og fjarveru bruna-kumla vera __________ 141 Þóra Pétursdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.