Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 145

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 145
nothæfir sem haugfé“ (Kristján Eldjárn, 2000, 301). Þetta má skilja sem svo að það hafi nánast verið tilviljun háð hvaða gripir enduðu í kumlinu. Þegar grafinn er fram bátur í kumli sem staðsett er efst á bröttum ási nokkra kílómetra frá sjó er tilviljun hins vegar alls ekki það sem manni dettur í hug. Hvorki hestur né bátur geta heldur talist rúmast vel í kumli ef út í það er farið. Það hefur a.m.k. þurft að gera sérstaklega ráð fyrir þeim við allan undirbúning og framkvæmd greftrunarinnar. Þetta eitt og sér bendir til þess að athöfnin hafi hvorki verið hugsunarlaus eða tilviljanakennd og ýtir frekar undir þá hugmynd að hún hafi verið merkingar- þrungin og mikilvæg. Að halda því fram að þar sem landnámsmenn bjuggu við þann sið að þurfa að greftra efnisleg verðmæti (sem gengið er útfrá að þeir hafi átt lítið af) með hinum látnu hafi þeir gripið til þess að fórna því sem nóg var af og síst yrði saknað er á marga vegu takmörkuð skýring og gagnrýniverð. Í fyrsta lagi er gengið út frá því að kumlin séu spegilmyndir þess samfélags sem þau skóp. Þ.e.a.s. að sköpun þeirra hafi verið óvirk og reglubundin athöfn þar sem ekkert rými gafst til hugmyndaflugs, tilfinningasemi, samfélagsgagnrýni, blekkingar eða annarra hreyfiafla – allt var í föstum fyrirfram gefnum skorðum. Þessi skýring virðist líka ræna greftrunar- athöfnina öllu inntaki og gera hana í staðinn að hálfgerðri kvöð með það eitt að mark-miði að takmarka efnahagslegt tjón. Hafi það verið óhagkvæmt og mönnum almennt á móti skapi að „fórna“ hlutum eða dýrum í grafir hinna látnu hefðu þeir einfaldlega ekki gert það – og ef við snúum dæminu við þá er heldur ekki hægt að koma auga á neitt sérstaklega hagkvæmt við það að fórna hestum, svo ekki sé minnst á það að við vitum í raun lítið um fjölda þeirra í landinu á þessum tíma. Megindrættir íslensks greftrunarsiðar Ritaðar heimildir duga skammt þegar kemur að greftrunarsiðum landnáms- manna, þótt vissulega sé í þeim að finna brotakenndar frásagnir. Fyrst og fremst eru það hins vegar kumlin sjálf sem vitnað geta um greftrunarsiðinn og þær athafnir og átrúnað sem honum tengdust. Þegar litið er yfir íslenska kumla- safnið má vissulega segja að þar gæti ekki sömu fjölbreytni eða ríkidæmis og sjá má í kumlasöfnum annarstaðar í víkingaheiminum. Sé sjónum beint frá samanburði og að efniviðnum sjálfum verður hins vegar ljóst að hann er hvorki einsleitur né fátæklegur. Þvert á móti er haugfé íslenskra kumla nokkuð fjölbreytt auk þess sem greina má ákveðna einkennandi þætti sem birtast síendurtekið og undirstrika enn-fremur mikilvægi þess að kumlasafnið sé skoðað á eigin forsendum. Almennt séð er haugféð talið vera það sem greinir að kuml og kristna gröf. Á þessu geta þó verið undantekningar og í íslensku kumlatali er að finna nokkur kuml sem virðast ekki hafa innihaldið nokkurt haugfé (Kristján Eldjárn, 2000). Hvort beri að flokka þessar grafir sem kuml getur verið erfitt __________ 144 Fé og frændur í eina gröf að ákvarða en er þó nærtækara þar sem þau finnast á kumlateigum, innan um kuml með skýr heiðin einkenni. Í langflestum tilvikum var hinn látni þó greftraður með einhverjum gripum, oft þremur til fimm að tölu, eða dýri, og þá lang oftast hesti þótt hundar finnist einnig. Fremur sjaldgæft er að finna grafir með aðeins einum grip og eins eru þau kuml fá sem yfirstíga meðaltalið (Kristján Eldjárn, 2000, 301- 304). Í töflunni hér fyrir aftan (tafla 1) má sjá þær haugfjártegundir sem fundist hafa í íslenskum kumlum og þann fjölda kumla sem hver og ein tegund hefur fundist í. Um leið og þetta er skoðað er áhugavert að rifja upp að kumlasafnið hefur gjarnan verið sagt einsleitt og fátæklegt. Eins og taflan gefur til kynna er fjölbreytnin í íslensku haugfé hins vegar þó nokkur. Einnig er áhugavert að fremur fáir gripaflokkar geta talist algengir á meðan mun fleiri mætti segja sjaldgæfa og koma jafnvel fyrir í fjórum tilfellum eða sjaldnar. Úr þessu má strax lesa tvennt, sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kumlin eru skoðuð nánar. Annars vegar bera haugfjárflokkarnir með sér skýr einkenni hefðar, sem birtist í þeim fáu haugfjárflokkum sem talist geta algengir. Af þeim er hesturinn augljósasta dæmið. Hins vegar endur- spegla flokkarnir á sama tíma ákveðið umburðarlyndi eða sveigjanleika gagn- vart hefðinni sem birtist í því hve margar gripategundir hafa aðeins fundist í einu kumli, eða fáum tilfellum. Það má því segja að haugfjárflokkarnir einir og sér undirstriki mikilvægi þess að kumlin séu skoðuð frá tveimur sjónarhornum, annarsvegar sjónarhorni hefðarinnar eða hins almenna og hins vegar sjónarhorni einstaklingsins eða þess persónulega (sem virðist hafa haft ákveðið svigrúm til þess að stríða gegn hefðinni, eða útfæra hana á eigin hátt). Umgjörð og umbúnaði kumla hefur því miður oft verið raskað þegar fornleifafræðinga ber að og er þar helst um að kenna að flest kuml hafa fundist við rof af einhverju tagi, ýmist af manna völdum eða náttúrunnar (Kristján Eldjárn, 2000). Langfæst kuml hafa hins vegar fundist við beina leit eða rannsókn þótt þeim hafi vissulega fjölgað þónokkuð síðustu ár. Þrátt fyrir misjöfn fundarskilyrði má draga nokkrar ályktanir af grafar-umbúnaði í íslenskum greftrunarsið og greinilegt að margir þættir hans lutu ákveðnum reglum. Kristján Eldjárn lýsir ytri umbúnaði hins dæmigerða íslenska kumls svo: „Gerð hefur verið grunn gröf á haugstæðinu, oftast um 50 sm djúp, óregluleg eða nokkurnveginn reglulega ferhyrnd, en ekki stærri en það að líkið kæmist þar fyrir í þeim skorðum sem því voru fyrirhugaðar. Þegar líkinu hafði verið komið fyrir í gröfinni, var steinum oft raðað kringum það og að nokkru leyti ofan á það og mold síðan mokað að. Þó var mold stundum mokað að líkinu og grjótlag sett þar á ofan, stundum var jafnvel ekkert grjót, en hvernig sem þessu var farið var að lokum gerður lágur moldarhaugur yfir. Greftruninni var með þessu lokið“ (Kristján Eldjárn, 2000, 270). __________ 145 Þóra Pétursdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.