Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 147

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 147
__________ 146 Fé og frændur í eina gröf Tafla 1: Taflan sýnir haugfé íslenskra kumla og fjölda kumla sem hver gripaflokkur hefur fundist í. (Byggt á Krisjáni Eldjárn 2000, bls. 301–302, 596–597; Adolf Friðriksson, munnleg heimild, 12.3.2007 og rannsóknum fram til ársins 2009). Tegundir haugfjár Fjöldi grafa Tegundir haugfjár Fjöldi grafa Hestar 117 Sigðir/ljáir? 4 Spjót 57 Armbaugar 4 Hnífar 54 Snældusnúðar 4 Perlur 43 Bjöllur 3 Gjarðarhringjur/ söðlar 41 Fingurhringar 3 Brýni 29 Smíðatól 3 Axir 24 Önglar og sökkur 3 Mél/beisli 23 Hnefatafl/taflmenn 3 Kúptar nælur 23 Kingur 3 Metaskálar og met 22 Beltishringjur og sprotar 3 Hundar 21 Hringanælur 2 Kambar 19 Steikarteinar 2 Klæðisleifar 17 Örvaroddar 2 Sverð 17 Tungunælur 2 Eldfæri 14 Vefjarskeiðar 2 Skjaldarbólur 14 Beinprjónar 2 Katlar og grýtur 9 Mannbroddar 1 Kringlóttar nælur 9 Hestfjötrar 1 Hringprjónar 8 Skrauthnappar 1 Skæri 8 Ísbroddar 1 Kistlar og lyklar 7 Döggskór 1 Þríblaða nælur 6 Hverfisteinar 1 Eins og gefur að skilja er það yfirbygging kumlsins sem raskast fyrst og því er erfitt að bæta nokkru við yfirlit Kristjáns. Engu að síður hafa rannsóknir undanfarinna ára gefið tilefni til að ætla að yfirbygging kumla hafi stundum verið flóknari. Stoðar- holur sem fundist hafa við kuml á Litlu- Núpum í Aðaldal og á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal benda til þess að einhverskonar umgjörð eða yfirbygging hafi a.m.k. tímabundið verið reist (sjá Roberts 2009). Um innri umbúnað kumlsins, legu hins látna og haugfjárins, má einnig lesa ýmislegt úr kumlasafninu (sjá t.d. Kristján Eldjárn, 2000, 306). Almenna reglan virðist hafa verið sú að hinn látni var lagður á bakið eða hliðina, og þá gjarnan með fætur lítið eitt sveigða, en hendur niður með síðum eða yfir kvið/ brjósti. Af legu skarts og klæðishluta að dæma, s.s. næla, prjóna eða perlna, virðist sem hinn látni hafi verið klæddur og búinn með hefðbundnum hætti. Annað haugfé virðist einnig hafa verið lagt til í gröfinni eftir ákveðinni forskrift. Þannig eru vopn eins og sverð, spjót og axir yfirleitt við hlið hins látna og vísa blöðin oftast niður, að fótaenda grafar, að hætti syrgjenda. Skildir virðast gjarnan hafa verið lagðir yfir höfuð hins látna, en spyrja má hvort þeir hafi mögulega verið látnir standa við höfðagafl en lagst niður við greftrun. Hnífar finnast alloft í kumlum og oftast í beltisstað hins látna, eins og aðrir smáir hlutir daglegs lífs s.s. brýni, eldstál, kambar og met. Í sumum tilfellum finnast smáhlutir sem þessir samanvöðlaðir og bendir þá til þess að þeir hafi verið bornir í pyngju af einhverju tagi. Almennt séð er haugféð því lagt á líkama hins látna eða mjög nærri honum, enda grafarrýmið ekki stórt. Því má segja að haugféð myndi nokkurskonar umgjörð um hinn látna, og geri þeim sem á horfir erfitt fyrir að skilja að einstaka þætti mengisins. Þar sem dýr, hestar eða hundar, eru greftruð með mönnum á hið sama við. Yfirleitt liggja dýrin í eða við fótaenda grafar og stundum mjög nærri fótum hins látna. Hundar eru jafnvel lagðir á eða á milli fóta mannsins (sjá Bruun og Jónsson, 1910; Kristján Eldjárn, 2000, 203). Hestar eru algengasta haugfé íslenskra kumla og algengari hér á landi en annarstaðar á hinu norræna menningarsvæði Víkingaaldar. Fjöldi hestkumla (þ.e. kuml sem virðist hafa innihaldið hest, einn eða fleiri) er í dag um 120 en hestar hafa fundist á um 85 fundarstöðum (Kristján Eldjárn, 2000). Hestkuml eru því rúmlega þriðjungur allra kumla en þau er að finna á rúmlega helmingi fundarstaða. Þótt bent sé á að þessar tölur beri að taka með nokkrum fyrirvara hljóta þær að gefa ágæta mynd af áherslunni innan safnsins. Hestar koma fyrir í öllum tegundum kumla á Íslandi, „ríkulegum“ og „fátæklegum“, með konum og körlum, ungum og öldnum. Í skandínavísku samhengi hafa hestar í kumlum gjarnan verið settir í samband við styrjaldar- rekstur og þ.a.l. karlmennskuímyndir og þótt hér hafi verið fullyrt að hestar komi Þóra Pétursdóttir __________ 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.