Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 151
kumlin. Það á til dæmis við um kumlin
á Kornsá, Enni og Stafni þar sem
fundaraðstæður voru flóknar og kumlin
mikið röskuð. Eins eru nokkur kuml
sem e.t.v. ættu að teljast til stakra
hrosskumla eins og hestkumlin tvö á
Hrífunesi (Kt-155:1 og 4) þar sem
aðstæður voru þannig að ekki var unnt
að útiloka að mannskuml hefði áður
verið til staðar í námunda við
hestkumlin.
Almennt séð er ekki að sjá neinn
greinilegan mun á umbúnaði eða
umgjörð hestkumla og mannskumla.
Bæði eru að jafnaði einföld, niðurgrafin
og grafarrýmin orpin jarðvegi (haug).
Oftast er að finna eitthvað grjót í grafar-
fyllingunnin, í eða við kumlið, og þótt
misjafnt sé hve mikið er af grjóti virðist
sem gjarnan hafi verið einskonar
grjótkjarni í haugnum eða fyllingunni.
Hrein grjótdys tíðkast þó ekki.
Hestkuml sem fannst í Hrífunesi (Kt-
155) í Vestur-Skaftafellssýslu var
óvenjulegt að því leyti að umhverfis
niðurgrafið grafarrýmið var einföld
grjóthleðsla, úr fremur smáum vatns-
sorfnum steinum. Við annan enda
hennar var grjóthella reist upp á rönd
(Kristján Eldjárn, 1966, 59-62). Þótt
upplýsingar um þau séu ekki jafn
ítarlegar er sambærilegra hleðslna
einnig getið við hestkumlin á
Kálfborgará (Kt-112:4) og á Núpum
(Kt-121), en í báðum kumlum hvíldu
tvö hross saman í hringmyndaðri gröf
(Kristján Eldjárn 2000, 195-197, 207).
Slíkur umbúnaður er e.t.v. ekki
óvenjulegur í íslensku samhengi en
engu að síður verður Hrífuneskumlið að
teljast óvenju vandað bæði meðal hest-
og mannskumla. Margt má vissulega
segja um fundarskilyrði Hrífunes-
kumlanna en jarðvegseyðing af
vatnsaga leiddi þau í ljós og olli því
jafnframt að óvíst er hvert umfang
kumlateigsins og fjöldi kumla hefur
verið. Hvað sem því líður er umgjörð
þessa vandaða hestkumls afar áhuga-
verð og draga fundarskilyrðin á engan
hátt úr þeim íburði eða þeirri virðingu
sem dýrinu virðist hafa verið sýnd við
greftrun.
Sama íburð (eða e.t.v. virðingarvott)
má einnig greina í því að hesturinn er
oft búinn eigin haugfé, reiðtygjum og/
eða söðli. Þetta á bæði við í
sameiginlegum kumlum manns og hests
og stökum hestkumlum. Af ofan-
greindum stökum hestkumlum var
haugfé að finna í kumlunum á
Kálfborgará (Kt-112:4), Glaumbæ (Kt-
120:6), Árskógi (Kt-91), Enni (Kt-77)
og báðum kumlum á Hemlu (Kt-5:1),
eða í helmingi tilfella. Í öllum tilvikum,
þar sem það er greinanlegt, er um muni
eða brot að ræða sem tengja má
reiðtygjum eða búnaði hestsins, s.s.
mél, gjarðahringjur, málmdoppur eða
kingur. Þar sem reiðtygi eru greftruð
með hestinum virðast þau gjarnan hafa
verið spennt á hestinn. Því má e.t.v.
fremur líta á reiðtygin eins og klæðnað
eða skart manna – þ.e. þau eru ekki
lögð í gröfina sem fylgihlutir, heldur er
hesturinn búinn eða klæddur þeim.
Þetta síðasttalda atriði eitt og sér, og
það hversu algengt það virðist vera,
hrekur í sjálfu sér þá tilgátu að
efnahagslegar aðstæður búi að baki __________
150
Fé og frændur í eina gröf
fjölda kumlhesta. Hafi íhaldssemi við
efnisleg verðmæti og takmörkun
efnahagslegs tjóns verið aðal-
drifkraftarnir hefðu menn líklega ekki
fórnað „dýrum“ málmum eða öðrum
búnaði á þennan hátt. Hið sama virðist
vera gefið í skyn með öðrum þáttum
greftrunarinnar. Almennt virðist
tilviljun alls ekki ráða því hvernig
hlutum er raðað í gröfina og almennt
bera bæði hlutir og dýr þess merki að
hafa verið lögð í gröfina en ekki kastað
í hana í hirðuleysi.
Eins og ég sagði áður má segja að
haugféð myndi einskonar umgjörð um
hinn látna þar sem nándin á milli manns
og hluta eða dýra verður afar áberandi
þáttur og gerir að verkum að erfitt er að
slíta hina einstöku þætti í sundur. Segja
má að mengið sem kumlið myndar
krefjist þess að vera lesið sem ein
órofin heild, því jafnframt því að
undirstrika nálægðina á milli hinna
einstöku þátta er gefið í skyn að
mikilvægt hafi verið fyrir eftirlifendur
að varpa fram einmitt þessari mynd.
Þegar nánar er að gáð eru kumlin því
allt annað en einsleit og upplýsinga-
snauð, og greinilegt að efniviðurinn
býður upp á ýmsa túlkunarmöguleika.
Það er staðreynd að kumlasafnið er í
mörgu frábrugðið kumlasöfnum annarra
norrænna svæða, en sú staðreynd ætti
fremur að vera útgangspunktur
túlkunar. Það virðist t.d. vera að stórir
haugar hafi ekki verið aðalatriði við
greftrun og að almennri ásýnd kumlsins
hafi fremur verið ætlað að samlagast
greftrunarstaðnum og umhverfinu
fremur en að skara fram úr því með
áberandi hætti. Eins virðist sem menn
hafi ekki lagt megináherslu á fjölda
gripa, og má þá hugsa sér að val þeirra
fáu gripa sem mynduðu haugféð hafi
skipt þeim mun meira máli. Það er
áhugavert að velta því fyrir sér hvað býr
að baki þessum raunverulegu
einkennum kumlasafnsins, fremur en að
reyna sífellt að svara því af hverju
einkenni þess er ekki einhver allt önnur.
Af gripum og mönnum
Lítið sem ekkert ber á því í sögu
kumlarannsókna hér á landi að menn
hafi af alvöru reynt að draga af
kumlunum ályktanir um hugarheim,
átrúnað eða helgiathafnir landnáms-
manna. Þannig fullyrðir Adolf
Friðriksson að „[f]átt annað en ferðalag
til framandi heima virðist mega ráða af
vitnisburði grafanna um trú forn-
manna“ (Adolf Friðriksson, 2004a, 59;
2004b, 20). Það er auðvelt að færa rök
fyrir því að sá siður að leggja haugfé og
jafnvel fararskjóta í grafir styðji
frásagnir ritheimilda af trú á líf handan
dauða. Engu að síður getur verið
áhugavert að velta fyrir sér hvað varð til
þess að þeir hlutir sem lagðir voru í
kumlin enduðu sem haugfé. Hvað réði
því að ákveðnir hlutir voru valdir og
aðrir ekki? Til þess þarf fyrst að skoða
kumlin með það markmið í huga og
reyna að lesa í þau eins og þau koma
fyrir, þ.e. hvert og eitt sem
merkingarbæra heild eða mengi í sjálfu
sér.
Enda þótt ritaðar heimildir gefi lítið
upp um greftrunarsiðinn, og jafnframt
__________
151
Þóra Pétursdóttir