Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 3

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 3
DAGRENNING 4. TOLUBLAÐ 9. ÁRGANGUR REYKJAVÍK ÁGÚST 1954 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Simi 1196 KÍPUREY EÐA KÍPUR, eins og hún er nefnd í daglegu tali, hefur komið mjög við sögu nú í ár. Við og við flytja blöð og útvarp fréttir af þjóð- ernishreyfingu, sem þar geri nú mjög vart við sig, og er biskupinn þar — grísk-katólskur erkibiskup — sagður forustumaður í þessari baráttu eyjar- skeggja. Ekki þarf að taka það fram, að „frelsisbaráttan" á Kípur beinist eingöngu gegn Bretum, sem nú er verið að flæma burtu úr áhrifaaðstöðu við austanvert Miðjarðarhaf, til þess að kommúnisminn geti flætt þar yfir og hneppt þjóðirnar þar og þjóðabrotin í rússneska þjóðafangelsið, þegar allar varnir hafa verið brotnar. Eftir sjötíu ára dvöl við Zúesskurð, eru Bretar að hverfa þaðan með liðsstyrk sinn, en þeir hafa staðið vörð við Zúesskurðinn, eina allra þýðingarmestu siglingaleið í heiminum, síðan árið 1882. En Bretar hafa ekki hugsað sér að hverfa að fullu á brott frá botni Miðjarðarhafs, heldur eru þeir nú að flytja einar þýðingarmestu varnar- stöðvar frjálsra þjóða frá Zúeseiði til Kípureyjar. Frá herfræðilegu sjón- armiði er Kípur að ýmsu leyti miklu hentugri herstöð fyrir Breta en Zúeseiðið var orðið. Nú er treyst meira á flugher og flota en á landher, og frá því sjónarmiði er Kípurey hinn ákjósanlegasti staður. En jafnframt er flutningur hins brezka herliðs frá Zúes til Kípur óbeint svar við fjand- skap hins nýja Ísraelsríkis í garð Breta. Það er ljóst af fréttum, að ótti Gyðinganna í Ísraelríki við Egyptaland hefur stórlega aukizt við brottflutn- ing hins brezka herliðs frá Zúeseiði. Um þetta mætti skrifa langt mál. En af því er á þetta minnst nú, að í einum kafla Daníelsbókar er því spáð, að „skip frá Kípur“ muni hafa úrslitaþýðingu í mikilvægum hemaðar- átökum skömmu fyrir „endalokin." Margir hafa áður reynt að skýra þennan spádóm á þann veg, að þar mundi átt við viðureign Rómverja og Vandala, en þar kom ey þessi nokk- uð við sögu, en alveg er augljóst, að ekki fær sú skýring staðist, nema e. t. v. að einhverju litlu leyti. Hér er átt við 11. kap. í spádómsbók Daníels. Sá kafli fjallar sem kunnugt er um það, þegar „konungurinn norðurfrá“ ræðst inn í „suðurlandið.“ Hvað sem segja má um tuttugu fyrstu versin í 11. kapítula, er greinilegt, að versin frá 21 til 45 fjalla um yfirstandandi tíma og þá tíma, sem enn eru ókomnir. Merkilegt er að veita því athygli, DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.