Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 6
Lítum sem snöggvast á það, hvert var aðaltilefni Genfarfundarins. Frakkar hafa nú í átta ár barizt við innrásarher Kínverja í Viet Nam í Indó-Kína. Þessi innrásarher var studdur af kommúnist- um í Indó-Kína og látið heita svo sem um uppreisn væri að ræða í landinu. Viet Nam var frönsk nýlenda, sem fékk eftir síðasta ófrið nokkra sjálfsstjórn. En Frakkar höfðu ekki bolmagn til að berjast við innrásarher Kínverja og hefðu fyrir löngu verið búnir að láta undan, ef Bandaríkin hefðu ekki lagt þeim til hergögn og fé til að halda styrj- öldinni áfram. í fyrrahaust var svo kom- ið, að ekki var nema um tvennt að velja fyrir hinar frjálsu þjóðir. Annað hvort urðu þær að grípa til vopna margar sam- an og senda nægilega öflugan her til Indó-Kína, sem rekið gæti kommúnista með öllu úr landinu, eða láta Frakka bíða þar smánarlegan ósigur, sem yrði þá til þes sað auka veg Kína og komin- únismans í Asíu. Bandaríkin ein voru fús til að senda herlið til Indó-Kína, en Bretar neituðu með öllu að gera það, vegna þess að Indland, sem er orðið hálf- kommúnistískt ríki undir stjórn Nerús, lagðist eindregið á sveif með kommún- istum í Kína. Af því varð þess vegna ekki, að nægilega öflugur her frjálsra þjóða yrði sendur til Indó-Kína. Franska stjómin, sem þá var við völd, var því í raun og veru alveg ráðalaus. Eina leiðin út úr ógöngunum var ein- hvers konar „friður“ í Indó-Kína. En sá friður var ekki auðfenginn. Um hann var rætt við Rússa á Berlínarfundinum í janúar 1954 og lofuðu þeir þá, að styðja að því við Kínverja, að einhver friður fengizt, en þó því aðeins, að formlega yrði um það samið við kín- versku kommúnistastjórnina. Var þá boðað til Genfarfundarins. Þegar á þann fund kom, tóku Rúss- ar og Kínverjar alveg af um nokkurt samkomulag í Kóreu, til þess að storka Bandaríkjamönnum sem mest, en létu strax líklega um „frið“ í Indó-Kína til að þóknast Bretum og Frökkum og spilla Jrannig sem mest milli Vesturveld- anna. Fór því svo,' að Bandaríkin ein- angruðust alveg á Genfarfundinum og utanríkisráðherra þeirra hvarf heim eftir fáa daga. Franska stjórnin, sem þá var við völd, vildi fá „heiðarlegan frið“, sem hún svo kallaði, en sá „heiðarlegi friður" fékkst aldrei. í stað þess gerðust þau tíðindi í Frakklandi, að ríkisstjórn- in var rekin frá völdum og gjörsamlega ójrekktur stjórnmálamaður af gyðinga- ættum dubbaður til forsætisráðherra. Hans aðalfylgi í þinginu eru kommún- istar og þjóðernissinnar du Gaulles, sem meir og meir ganga nú óbeint til sam- starfs við kommúnista, nákvæmlega eins og nazistar gerðu í Þýzkalandi fyrir valdatöku Hitlers. Þessi stjórnarskipti fóru fram um miðjan júnímánuð, og hinn nýi forsætisráðherra, Mendes- France, fór þegar í stað til Genfar, samdi við Rússara og Kínverja um sex vikna fundarhlé, og bauðst til að segja af sér að þeim tíma liðnum, ef ser hefði ekki tekizt að fá „frið“ í Indó-Kína fyrir þann tíma. # Greinilegt er nú um hvað Mendes- France hefur samið í Genf dagana 15. til 20. júní í sumar. Hann hefur samið um að skipta Viet Nam milli Frakklands og Kína og heit- ið því jafnframt að koma í veg fyrir stofnun Evrópuhersins, sem Bandaríkja- 4 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.