Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 4
að „verndarengill Persiu“ og „verndarengill Grikkland“, eru viðriðnir við- ureignina sem sagt er frá, en einmitt þessi tvö ríki — Iran (þ. e. Perísa) og Grikkaland — eru nú tekin að berjast einna ákafast fyrir því að eyða áhrif- um Breta í hinum nálægari Austurlöndum og við Miðjarðarhaf. Þessi ríki voru mikil og voldug um og eftir daga Daniels, en síðan urðu þau smáríki og lítils megnug. En nú taka þau að koma við sögu á ný. Af spádómnum er greinilegt, að Kípur á að vera hernaðarbækistöð á þeim tíma, sem spá- dómurinn rætist. En til þessa hefur Kípur aldrei verið herstöð stórveldis eða haft neitt þvílíka hernaðarlega þýðingu og hún mun hafa nú á næst- unni, þegar Bretar hafa byggt þar upp nýtízku herstöð fyrir flugher sinn og flota. „Á ákveðnum tíma“ mun „konungurinn norðurfrá brjótast inn í suðurlandið,“ segir í spádóminum, en sú för mun mistakast vegna þess „að skip frá Kípur ráðast gegn honum" (ensk Bibl.), „og hann mun láta hug- fallast og halda heimleiðis.“ Vafalítið er hér átt við tilraunir Rússa (kon- ungsins norðurfrá) til þess að ná undir sig löndunum við Miðjarðarhafs- botninn, og mætti því ætla, að hin mikla Kípur-herstöð Breta yrði með ein- hverjum hætti til þess að eyðileggja fyrirætlanir Sovétríkjanna á þessum slóðum. ★ Enginn efast um að „frelsishreyfingin“ á Kípur, sem nú blossar allt í einu upp, er runnin undan rifjum Sovétríkjanna, sem sjá hættuna sem þeim stafar af herstöð Breta á Kípurey. Fyrirliði uppreisnarmanna, biskup eyjarskeggja, er einnig í nánum tengslum við grísk-katólsku kirkjuhöfð- ingjana í Moskvu, og ennfremur sjá Rússar sér leik á borði í því að spilla vinfengi Grikkja og Breta með því að láta biskupinn á Kípur heimta sameiningu eyjarinnar við Grikkland. Það er létt verk að æsa upp þjóð- ernishroka heimskra manna. Með hervörnum sínum á Kípur eru því Bretar að láta einn af mörgum spádómum Daníelsbókar rætast fyrir augum vorum, án þess að þeir sjálfir eða aðrir geri sér þess nokkra grein. Spádómsorðið er orð Drottins og þess vegna hlýtur það að rætast — þegar tími þess er kominn. 2 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.