Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 9
er hvorki treyst Bretum né Frökkum til heiðarlegs samstarfs í varnarmálum vestrænna þjóða og baráttunni gegn kommúnismanum, því veldur ágrein- ingurinn milli þeirra og Frakka í Ev- rópu og þeirra og Breta í Asíu. Eins og nú horfir er margt sem bendir til þess að Bandaríkin taki fljótlega upp einangrunarstefnu og láti málefni Ev- rópu afskiptalítil fyrst um sinn. Hver örlög Vestur-Þýzkalands verða er ekki gott að segja fyrir heldur. Lík- legt er, að óvild í garð Frakka fari á ný vaxandi í Vestur-Þýzkalandi og mundi hún ýta Frökkum enn hraðara í fang Rússa. Varla mun heldur verða lang- vinn vinátta Breta og Vestur-Þjóðverja, því þeir hljóta að keppa mjög um hina fáu frjálsu markaði, sem enn eru opnir. í Bretlandi er nú unnið að því öllum árum að koma Churchill sem fyrst út úr áhrifaaðstöðu í stjórn Bretlands og þess vænzt, að jafnaðarmenn taki þar við stjórn eftir næstu kosningar. Eden, sem gert er ráð fyrir að verði eftirmaður Churchills, þar til Attlee eða Bevan taka við, er lítill vinur Bandaríkjanna, en auk þess stefnulítill, og sjúkur maður nú hin síðustu ár. Mjög er nú lagt kapp á það af komm- únistaríkjunum, Sovét-Rússlandi og Kína, að vingast við verkamannaflokk- inn brezka og leiðtoga hans, og jafn- framt að því unnið að sá flokkur taki við völdum í Bretlandi. Er það gert til þess að einangra Bandaríkin sem mest og gera þau sem fjandsamlegust í garð Evrópuríkjanna. Að öllu þessu vinriur Mendes France og félagar hans nú, og er svo að sjá sem honum verði allvel ágengt. Þegar tekizt hefur að gera fólk- ið í Bretlandi og Frakklandi nógu fjand- samlegt Bandaríkjunum er tíminn kominn fyrir hernaðarbandalag Rússa og Frakka, sem hefur það að markmiði að skipta með sér Þýzkalandi og gera það ,,óskaðlegt“ um alla framtíð. Til er spádómur frá árinu 1907 um það, að Frakkar og Rússar muni sam- eiginlega ráðast á Norðurlönd og höf- uðorrustan milli hins sameinaða her- styrks Svía og Norðmanna og hins fransk-rússneska innrásarhers standa við Gaufaborg 1953. Til þessa hefur það þótt frekar ótrúlegt að spádómur þessi rættist, og víst er að hann rættist ekki 1953. Ýmislegt bendir nú hins veg- ar til þess, eins og fyrr segir, að af hern- aðarbandalagi eða varnarbandalagi, eins og það eflaust mundi nefnt, gæti vel orðið milli Frakka og Rússa áður en mörg ár líða og þá gæti spádómur þessi átt eftir að rætast, þó það hafi ekki þótt líklegt til þessa. DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.