Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 15
DR. ADAM RUTHERFORD: Hve langur var starfstímí Krísts? ÚR BÓKINNI FRELSARI HEIMSINS Næsta mikilvæga ártalið í ævi Drott- ins vors er krossfestingarárið. Ein að- ferðin til að finna það er sú, að ganga úr skugga um, hve langt það tímabil var alls, sem hann kenndi, bæði einkafræðslu og opinberlega, frá skírninni til kross- festingarinnar. Þótt Ritningin segi ekk- ert frá lífi Jesú þau 17 V2 ár. sem liðu frá því að hann var á páskahátíðinni árið 12 e. K. og þangað til hann var skírður árið 29 e. K.., láta guðspjöllin þó í té ágrip af allri starfssögu hans. Jóhannesar guðspjall skýrir frá því að hann hafi kom- ið á hinar árlegu páskahátíðir, svo sem öllum fulltíða karlmönnum var skylt samkvæmt lögmáli Guðs. Það er skýrt tekið fram, að hann hafi verið á þrem- ur páskahátíðum (Jóh. 2,13; 6,4; 13,1). Auk þess er frá því sagt í Jóhannesar guðspjalli, 5. kap. 1. v., að Jesús hafi farið á, ,,hátíð Gyðinga" í Jerúsalem, en ekki getið um hvaða hátíð það hafi verið. Það er því mjög áríðandi að fá úr því skorið af textanum, ef mögulegt er, hvort það voru páskar eða ekki. Ef svo hefur ekki verið og Kristur því aðeins tekið þátt í þremur páskahátíðum, leiðir af því, að hann hefur kennt opinberlega í tvö ár (tímann milli þriggja páska í röðl að viðbættum næstu 6 mánuðum á undan, sem hann stundaði einkafræðslu og und- irbúningsstarf, frá því að hann var skírð- ur í október árið 29 e. K. og þangað til á fyrstu páskunum á kennslutímabili hans, í apríl árið eftir — m. ö. o. 2Vl ár. Hafi hins vegar liátíð sú, sem ekki er nánar tilgreind, verið páskar, leiðir af sjálfu sér að hann hefur kennt í SV2 ár. Þess vegna er nauðsynlegt að rannsaka nákvæmlega, hvaða „hátíð Gvðinga“ það hefur verið, sem getið er um í 5. kap. 1. v. Jóhannesar guðspjalls. Við athugun á textanum kemur í ljós, að í næsta kapitula á undan (Jóh. 4,35) eru þessi orð höfð eftir Jesú við læri- sveinana: „Segið þér ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? Sjá, ég segi yður: hefjið upp augu yðar og lítið á akrana, þeir eru þegar hvítir til upp- skeru. Hver sem upp sker, fær laun og safnar ávexti til eilífs lífs.“ Þegar hann sagði: „Enn eru fjórir mánuðir, þá kein- ur uppskeran", var hann auðsjáanlega að tala um uppskeruna af ökrunum í bók- staflegri merkingu, en þegar hann bætti því við, að akrarnir væru „hvítir til upp- skeru“, gat liann sýnilega ekki átt við sömu uppskeru og þess vegna lætur hann fylgja skýringuna: „Hver sem uppsker, fær laun og safnar ávexti til eilífs lífs“, og þar á hann ótvírætt við hina andlegu uppskeru. Það sem Drottinn átti við er DAGRENN I NG 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.