Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 8
sem reynt hefur verið að byggja upp síðustu fimm árin. Utanríkisstefna Bandaríkjanna í Evrópu hefur liðið al- gjört skipsbrot fyrir aðgerðir Mendes- France og kommúnista hans og ann- arra hjálparkokka í franska þinginu. Algjör óvissa ríkir um framtíð samstarfs vestrænna þjóða nú. En gegnum þetta moldviðri allt greina glöggir menn nýjar línur, sem brátt munu skýrast verulega, ef tilgát- ur þeirra reynast réttar. # Hvað vill Frakkland? spyrja menn, og það að vonum. Það er nú greinilegt að franska þjóðin er klofin í tvær andstæðar fylkingar. Annars vegar eru þeir, sem vilja sameinaða Vestur-Evrópu með Bretland og Bandaríkin að bakhjarli. Hinsvegar eru þeir, sem vilja halda Þýzkalandi skiptu í tvö ríki, hafa jrað hersetið áfram og óbeint bandalag við Sovétríkin til að halda Þýzkalandi í skefjum og takmarka engilsaxnesk álirif. Það er þessi síðarnefndi flokkur, sem undir forustu Mendes-France hefur nú náð vöidum í Frakklandi og það eru eng- ar líkur til þess að hann missi þau völd fljótlega. Frakkland getur ekki gengið opinber- lega í hernaðarbandalag við Sovétríkin enn sem komið er, en það getur, með því að tefja varnir vestrænna jjjóða, eins og Jrað hefur gert til þessa, hindrað að Vest- urveldin sameinist um nokkra ákveðna stefnu, sem beint sé gegn Sovétríkjun- um. Og það er, eins og mál öll standa nú, Sovétríkjunum miklu nauðsynlegra en opinbert bandalag. Hreint hernaðar- bandalag Frakklands og Sovétríkjanna mundi þýða nýja heimsstyrjöld þar sem Frakkar yrðu að berjast við Breta og Bandaríkjamenn, en Þýzkaland mundi verða hersetið af Frökkum og Rússum og líklegt er að þar komi áður en langt líður. Hlutskipti Frakklands hef- ur síðustu árin verið næsta ömurlegt. Það brást algjörlega bandamönnum sín- um þegar í byrjun síðustu heimsstvrj- aldar og síðan henni lauk, hefur það verið þyngsti ómaginn á Bandaríkjunum og mesti dragbítur vestrænnar sam- vinnu, og endar nú með því að leggja í rúst allt það, sem þau hafa verið að byggja upp síðustu fimm árin til varn- ar vestrænum Jrjóðum. Margir hefðu óskað hinni stoltu, frönsku þjóð annars og betra hlutskipt- is. En hér á Jrjóðin sjálf minnsta sök- ina. Hún er eins og fleiri vestrænar Jrjóðir, flækt í blekkingavef hinna komm- múnistísku áróðursafla og alþýða manna áttar sig ekki á því hvert stefnt er, af þeim myrkravöldum, sem öllu ráða að tjaldabaki. Það eru stjórnmála- mennirnir og stjórnmálaflokkamir, sem alla sökina eiga, blindni Jreirra virðist al- veg takmarkalaus. # En nú hljóta að verða hér einhver þáttaskil. Hver þau verða eða á hvern veg er ekki gott að spá um, eins og sak- ir standa nú. Margt bendir til þess, að Bandarík- in viðurkenni Vestur-Þýzkaland sem sjálfstætt ríki og heimili því að vopn- ast á eigin spýtur, en dragi sig svo í hlé í málefnum Evrópu og láti Breta og Frakka eina um að ráða fram úr vanda- málunum, sem þeir hafa nú skapað sér. Sú stefna mun hafa mikið fylgi innan Republikanaflokksins, flokks Eisen- howers. Bandaríkin geta eins og komið 6 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.