Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 22
á töflunni hér að frarnan. Frásögnin uin það, sem konurnar höfðust að, sannar ljóslega, hve langur tími hefur liðið milli krossfestingarinnar og upprisunnar. Frá andláti Jesú kl. 3 e. h. til sólseturs, daginn sem konurnar fóru að búa út ilmjurtirn- ar og smyrslin, og „hvíldardagurinn fór í hönd“ (liann byrjaði um sólsetur kl. 6 e. h.) höfðu þær engan tíma til að vitja aft- ur líksins í gröfinni, því lögmálið fyrir- skipaði að þær héldu kyrru fyrir á hvíld- ardaginn, enda segir guðspjallið að þær hafi „haldið kyrru fyrir á hvíldardag- inn, samkvæmt boðorðinu." En þegar livíldardagurinn var liðinn, fóru þær í „aftureldingu“ morguninn eftir til graf- arinnar, til þess að framkvæma það verk, sem þær höfðu fyrirhugað, en sáu þá að líkaminn var horfinn og Frelsarinn upp- risinn. Þetta sannar fullkomlega að Jesús hefur dáið síðdegis á föstudegi og risið upp frá dauðum árla á sunnudags- morgni. Enda þótt frásögn Biblíunnar um tíma- lengdina milli krossfestingarinnar og upprisunnar sé mjög skýr, er þó ein setn- ing í Ritningunni í sambandi við þetta atriði, sem hefur vafist talsvert fyrir sum- um, þ. e. 40. versið í 12. kap. Mattheusar, sem er á þessa leið: „Því að eins og Jiinas var þrjá daga og þrjár nætur í kviði stór- fisksins, þannig mun manns-sonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðarinnar." Við skýringuna á þessari setningu þarf að taka eitt mjög mikil- vægt atriði til greina. Setningin felur ekki í sér raunverulega frásögn um tíma, heldur er hún tíma-spádómur. Það er mjög áríðandi að greina á milli tímafrá- sagna og tímaspádóma. Raunveruleg frá- sögn um tíma er staðreynd, en tímaspá- dómur þarfnast skýringar. Tímatal er raunveruleg skrá um liðinn tíma, en tímaspádómur á við framtíðina frá þeim tíma, sem spáð er, og hann getur annað hvort átt að skiljast bókstaflega eða verið líkingamál, og sá tími, sem þar er til- greindur, jafnvel verið táknmál eða átt að þýðast eftir einhverjum kvarða. Þegar lesa skal liðinn tíma úr tímaspádómi er því nauðsynlegt, að ganga fyrst úr skugga um þær tímatalslegu staðreyndir, sem þar eiga við, og samræma síðan spádóm- inn staðreyndunum, að öðrum kosti ger- ist eitthvað svipað og ef farið væri að leika lag á píanó, sem hefði ekki verið stillt. Árangurinn yrði ósamræmi og vit- leysa. Það verður fyrst að finna hinn rétta lykil tímatalsins, og þegar hann er fundinn, er hægt að fara að lesa úr spá- dómnum. Ágætt dæmi þessu til sönnunar er spádómurinn, sem vér höfum nú verið að fjalla um. Það er blátt áfram heimsku- legt, að halda að spádómurinn í 12. kap. 40. versi Mattheusar eigi að skiljast þann- ig, að í bókstaflegri merkingu sé átt við fulla þrjá daga og nætur, eða 72 klukku- stundir, og að það sé sá tími, sem líkami Krists lá í gröfinni, þegar milli 10 og 20 aðrar, auðskiljanlegar tímafrásagnir í Ritningunni segja allt annað. Spádómur er ekki bein frásögn um staðreynd, eins og tímatalið; það þarf að skýra hann, og sérhver skýring, sem rekst á við hinar tímatalslegu staðreyndir, er röng, hversu ótvíræður sem spádómurinn kann að virðast á yfirborðinu. Jafnvel þegar svo vill til, að spádómurinn virðist stangast á við hinar tímatalslegu staðreyndir, meg- um vér aldrei Jrröngva að þeim skýring- um á spádómnum, sem vér teljum senni- legar, gegn hinum óhrekjanlegu tirna- tals-staðreyndum. — Staðreyndunum má ekki hagga. Nú virðist spádómur sá, er hér um ræðir, (Matth. 12: 40) vera í ósamræmi 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.