Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 39
Get é Félagsskapur fyrrverandi drykkjumanna í Bandaríkjunum, sem dag- legu tali nefnir sig A.A., hefur gefið út mörg smárit, sem notuð eru við starfsemi félagsdeildanna. Eitt þeirra, sem nefnist „Að lokum A.A.“, hef- ur verið þýtt á íslenzku fyrir hina íslenzku deild þessara samtaka, er stofnuð var fyrir nokkru í Reykjavík og fer sú þýðing hér á eftir. I. Hvað þýða stafirnir A.A.? Þeir eru skammstöfun á ensku orð- unum Alcoholics Anonymous (en þau hafa verið þýdd á íslenzku ónafngreind- ir áfengissjúklingar). II. Hvað er A.A.? A.A. er félagsskapur fólks, sem hef- ur gert sér ljóst, að það hefur orðið á- fenginu að bráð og hefur ákveðið að berjast gegn því. Af eigin reynslu hef- ur það fundið, að áfengi í hvers konar mynd er því eitur, og það reynir af ein- lægni að tileinka sér nýja lifnaðarhætti, þar sem áfengi er útilokað. III. Hvað er drykkjumaður? Drykjumaður (eða áfengissjúklingur) er hver sá, sem hefur svo sterka löngun í áfengi, hvort sem sú löngun er stöðug eða aðeins öðru hverju, og hún veldur truflun á vinnu eða sambandi hans við fjölskyldu og þjóðfélag, sem er þess eðl- is, að alvarlegt tjón getur af hlotist. Drykkjumaður er hver sá, sem er þannig á sig kominn, andlega og lík- amlega, að hann stofnar vinnu sinni og eðlilegum samböndum við fjölskyldu og þjóðfélag í hættu. Ef raunverulegt tjón hefur ekki af því hlotizt nú þeg- ar, er það aðeins tímaspursmál, hvenær eitthvað alvarlegt skeður. Þess vegna er honum sem drykkjumanni, brýn nauð- syn að hætta að drekka. Drykkjumaður er hver sá, sem eftir drykkju finnur til hinnar óeðlilegu, sterku löngunar eftir ,,afréttara“, finnst næsta dag nauðsynlegt að fá sér áfengi til þess að lækna þá vanlíðan, sem á- fengið sjálft hefur valdið. Drykjumaður er hver sá, sem við ein- hverjar eða allar ofannefndar aðstæð- ur getur ekki bæði neitað sér um stund- lega og stöðuga neyzlu áfengis. IV. Er ég drykjumaður? Það er okkar skoðun, að hver sá, sem finnst, að áfengið hafi of mikil áhrif á líf hans, og sem vill horfast í augu við staðreyndirnar og svara af einlægni þeim spurningum, sem upp koma í sam- bandi við grein III. hér á undan, geti sjálfur gert sér grein fyrir því, hvort hann er drykkjumaður eða ekki. Félags- menn í A.A. setjast ekki í dómarasætið til að kveða upp úrskurð um það, hvort maður sé drykkjumaður eða ekki. Sá einn, sem í hlut á, getur kveðið þann úrskurð upp. V. Er skömm að því að vera drykkju- maður? Nei, það er engin skömm. Ofdrykkja þarf ekki endilega að benda til þess, að drykkjumaðurinn sé andlega vanheill. í stuttu máli mætti segja að ofdrykkja stafi af líkamelga ofnæmi samfara hugs- anaskekkju. Á margan hátt má líkja þessu vandræða ástandi við sykursýki, þar sem sjúklingurinn verður að neita DAGRENN I NG 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.