Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 5

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 5
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Hafa Frakkar og Kissar gert meS sér leymílegt bamdalag? Með hverjum degi sem líður verður það greinilegra að heimsstyrjöld verð- ur ekki umflúin, nema með þeim hæi ti. að hinar vestrænu þjóðir gefizt upp í baráttu sinni fvrir frelsi einstaklings- ins og stjórnfrelsi einstakra þjóða, og gangi, viljugar eða nauðugar, inn í hið rússneska þjóðafangelsi. Fyrrihluta þessa árs voru menn bjart- sýnir og töluðu mikið um frið. Nú bt'r minna á því heimsku hjali, enda sjá nú flestir menn í hinum frjálsu löndum, að sífellt sígur meira og meira á ógæfu- hliðina fyrir hinum vestrænu þjóðum. í síðasta hefti Dagrenningar var það rakið, hvernig hvert ólánið öðru verra hefur elt samtök hinna vestrænu þjóða síðan 20. ágúst 1953. Þar var bent á sundrungina haustið 1953, sem Eisen- hower reyndi að jafna á Bermudafund- inum. Þar var bent á Berlínarfundinn í janúar 1954, sem að engu gagni varð fyrir Vesturveldin, en gerði Rússum kleift að koma á fót Genfarráðstefnunni, og loks var því spáð þar, að Genfar- ráðstefnan mundi verða ávinningur fyr- ir kommúnistaríkin, en stórkostlegur ó- sigur fyrir Vesturveldin og hinar frjálsu þjóðir. Og sú spá reyndist rétt. Genfar- ráðstefnan, sem hófst 26. apríl er ein- hver sorglegasti fundur, sem vestrænar þjóðir hafa tekið þátt í síðan Bretar og Frakkar ofurseldu, fvrst Hitler og síðar Stalin, Balkanskagann og Austur-Ev- rópuríkin með Munchensamningnum 1939. Á Genfarráðstefnunni tókst Rúss- um og Kínverjum raunverulega að sprengja samvinnu vestrænna þjóða, og nú getur því brugðið til beggja vona um allt samstarf þeirra framvegis. * „Friður um allan heim“, voru fyrir- sagnir blaðanna í Vestur-Evrópu fyrstu dagana eftir þá ráðstefnu. Og það var engu líkara en blaðamönnum og rit- stjórum & Vesturlöndum hefði verið gef- inn inn einhver forheimskunar elexír, eða að þeir skrifuðu og töluðu í óráði. Þeir virtust fæstir skilja neitt í því, sem var að gerast. Þó höfðu þeir aðstöðu til þess að fylgjast með öllu sem fram fór á sjálfri ráðstefnunni. Þeir virtust ekki skilja það, að fyrir Rússum og Kníverj- um vakti ekki það fyrst og fremst að koma á friði í Kóreu og Indó-Kína, heldur hitt, að sundra samtökum vest- rænna þjóða. Átökin í Indó-Kína og Kóreu voru þeim algjör aukaatriði. Nú er ekki erfitt að sjá gegnum hjúp- inn, sem í vor huldi hinar raunverulegu aðgerðir Genfarráðstefnunnar. Áður en hún var haldin, hafa sýnilega verið farn- ir fram leynisamningar milli franskra stjórnmálamanna annars vegar og rúss- neskra og kínverskra ráðamanna hins vegar, eins og síðar mun betur að vikið. DAGRHNNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.