Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 10
DR. J. A. LOVELL:
„MaSurinn, sem emgíim þekkir^
„Maðurinn, sem enginn þekkir,“ er
nafnið á bók einni, sem hinn þekkti rit-
höfundur Bruce Barton hefur skrifað um
Jesú frá Nazaret. Hann hefur einnig
skrifað aðra bók sem heitir „Bókin, sem
enginn þekkir“, og á þar við Biblíuna.
Ýmsir töldu að höfundurinn hefði tekið
of djúpt í árinni, ]:>egar hann gaf bókum
sínum þessi nöfn, en ritstjóri tímarits-
ins „Kinkdom Digest", Dr. Lovell, hef-
ur tekið það efni til athugunar í fróð-
legri ritgerð, sem hann nefnir ,„Jesús,
maðurinn, sem enginn þekkir,“ og þyk-
ir Dagrenningu rétt að gefa lesendum
sínum kost á að kynnast skoðunum hans
í Jjessu mikilvæga efni.
Dr. Lovell byrjar grein sína á því að
minnast á bækur Bartons og segir síðan:
Þótt undarlegt nregi virðast er það svo
í raun og veru, að til eru tvær persónur,
sem bera nafnið Jesús í vitund alls al-
mennings. Annar er Jesús erfikenning-
anna, sem prestarnir segja oss frá, en
prestar kunna ekki rnikil skil á Ritn-
ingunni. Hinn er sá sanni Jesús, sem
Biblían lýsir fyrir oss. Vér heyrum oft-
ast lítið um hinn sanna Jesú, en aftur á
móti talsvert um Jesú erfikenninganna.
Hafið það í huga, að Bibían er cina
bókin, sem lætur oss í té áreiðanlega,
innblásna og nákvæma frásögn um Krist,
kenningar hans, störf, persónu og eigin-
leika. Þar sem fólk les ekki Biblíuna, og
það gerir ekki allur þorri þeirra, sem
sækja kirkju, hvað þá heldur allur al-
menningur, má ég þá spyrja, hvernig á
fólk þá að geta fræðst nokkuð um Jesú?
Vér vitum að fólk les Biblíuna mjög lítið
og vér vitum jafnframt, að lestur hennar
er eina leiðin til þess að fá vitneskju um
Jesú, og jness vegna leyfum vér oss að full-
yrða, að Jesús er maðurinn, sem enginn
þekkir.
Ef vér rannsökum með gaumgæfni og
samviskusemi texta vorn í 15. kap. Matt-
heusar guðspjalls, rekum vér oss á ýmsa
athyglisverða og furðulega hluti í sam-
bandi við Jesú Krist, sem mjög fáir virð-
ast hafa hugmynd um. Vér skulum at-
huga nokkra þeirra stuttlega.
Hann fordæmdi erfðavenjur.
í 15. kap. Mattheusar, 2. v. segir svo:
„Hví brjóta lærisveinar þínir erfikenning
fyrri tíðar manna? Því þeir taka ekki
handlaugar, er þeir neyta matar.“ Jesús
svarar (Matth. 15: 6): „. .. Og þér hafið
ónýtt orð Guðs vegna erfikenninga yðar.“
Af þessum orðum er auðsætt, að Jesús
hefur enga samleið átt með fulltrúum
erfikenninganna, né talið þær til nokkurs
gagns. Þótt flestum lesendum vorum
kunni að þvkja það furðulegt, verður að
minna á, að 9/10 af siðareglunum og guð-
fræðinni eru erfðavenjur, fremur en
kenningar Biblíunnar. Vér mótmælend-
ur látum oft í ljós ánægju vora yfir því,
að vera kristnir menn og trúa Nýja Testa-
mentinu, og kennum í brjósti um Gyð-
inga, vegna þess að þeir trúa aðeins
8 DAGRENN I NG