Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 11
Gamla Testamentinu. En í raun og veru
erum vér mótmælendur eins sekir og
hinir rétttrúuðu Gyðingar, því að þeir
trúa aðeins Gamla Testamentinu, eða
svo er a. m. k. talið, en vér mótmælendur
trúum yfirleitt aðeins Nýja Testament-
inu, og þó ekki nema að nokkru leytil
Með öðrum orðum, vér játum aðeins
kenningu Nýja Testamentisins, en vörp-
um fyrir borð öllu Gamla Testamantinu
og rænum því sjálfa oss J4 hlutum hinna
innblásnu rita Biblíunnar, sem geymd
eru í Gamla Testamentinu. Er þetta ekki
hörmulegt? Sannleikurinn um Gyðinga
er sá, að þeir játa ekki allt sem stendur í
Gamla Testamentinu, eins og mótmæl-
endur halda. Það, sem þeir lesa, tileinka
sér og trúa, er Talmudinn, en í Talmud
eru teknar saman hugmyndir, venjur,
siðareglur, setningar og erfikenningar
frá trúarleiðtogum Gyðinga á liðnum
öldum. Þetta verður að nægja um Gyð-
ingana. Og nú skulum vér snúa oss að
mótmælendum.
Tökum hina venjulegu kirkju. Þegar
altarisganga fer fram, má enginn trú-
flokkur þar nærri koma, nema sá, sem
heyrir til hlutaðeigandi kirkju. Þetta er
erfðavenja og ekkert annað, því að í
Ritningunni er ekki eitt orð sem rétt-
læti það, að prestur eða kirkjufélag meini
kristnum manni að taka þátt í altaris-
göngu af þeirri ástæðu, að hann er í öðru
kirkjufélagi. Tökum enn fremur tíund-
ina. í venjulegum söfnuðum er sóknar-
barninu sagt, að ef það gefi til einhverr-
ar anarrar kirkju en sinnar eigin kirkju,
sé það að eyða peningum til einskis, því
að slíkt framlag sé gagnlaust í augum
Guðs. Þetta er líka erfðavenja, og ekkert
annað. Slík fullyrðing á hvergi stoð í
Ritningunni. Presturinn stendur í stóln-
um og segir þér að Gyðingar séu hin út-
valda þjóð Drottins, og þó er það hvergi
sagt í Biblíunni. Hann segir þér, að
Abraham, ísak, Jakob og Móses hafi ver-
ið Gyðingar, en þó hafði orðið Gyðing-
ur aldrei komið fram á varir nokkurs
manns á dögum þessara manna. Þér sjá-
ið því að Jesús hafði á hárréttu að standa,
þegar hann fordæmdi erfðavenjurnar.
Vér ættum að fara að dæmi Jesú og for-
dæma eins rækilega erfðavenjur vorra
tíma.
Hann virti og viðurkenndi lögmálið
og hlýddi því.
í 15. kap. Matth. 3. v. segir svo: „Hví
brjótið þér og boðorð Guðs vegna erfi-
kenninga yðar?“ Þarna sjáum vér, að
Frelsarinn hefur borið virðingu fvrir
boðorðum Guðs, Föður vors, eins og þau
eru í hinni helgu bók. í Mattheusar guð-
spjalli, 5. kap. 17. versi, sjáum vér svart
á hvítu eftir Jesú sjálfum, að hann kvaðst
ekki kominn til þess að niðurbrjóta lög
málið, heldur til þess að uppfylla, stað-
festa og árétta það. Margir munu segja
við yður, að þeir trúi hverju orði, sem
stendur í Nýja Testamentinu, en það
sem vitnað hefur verið í hér á undan, er
áreiðanlega allt í Nýja Testamentinu og
orð Jesú Krists sjálfs. Hvers vegna skyld-
um vér ekki trúa þeim? Mörg önnur
dæmi mætti nefna því til sönnunar, að
Kristur var af öllu hjarta samþykkur lög-
máli Guðs. Hann hlýddi því lögmáli
og hvatti fylgismenn sína til þess að
halda það. Prestarnir í stólnum mættu
gjarnan fara að dæmi hans í dag. Vér lifð-
um ekki á þeirri glæpaöld, sem nú geng-
ur yfir, ef prestarnir vildu segja
fólkinu, að það var einungis fyrirkomu-
lagið, trúarsiðirnir, eða siðakerfið, sem
féll úr gildi og var fullkomnað með
dauða Krists og neglt á krossinn, en boð-
DAGRENNING 9