Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 29
inn — í bókrollunni er ritað um mig — til þess að gjöra vilja þinn, Guð minn!“ Guð Jehóva svaraði: „Þessi er minn elsk- aði sonur, sem ég hefi velþóknun á.“ Þetta var skírn hans, sem táknaði greftr- un hans eigin vilja og uppstigningu hans úr vatninu til þess að gjöra vilja föður- ins, og það var, að gefa líf sitt sem fórn fyrir syndir heimsins. Skírn Krists fór fram í Tishri-mánuði, á þeim tíma, sem nautum og höfrum hafði verið fórnað ár hvert í margar aldir. Jesús var þrítugur þegar hann var skírður, í október árið 29 e. K., en það var 31/ ári áður en liann var krossfestur, í apríl árið 33 e. K. Þess vegna bauðst Kristur til að fórna sér og Guð veitti honum viðtöku nákvæmlega hálfri viku (3!/ ári) áður en hinar 70 „vikur“ Daníels enduðu, eða m. ö. o. þeg- ar 691/2 „spádómsvikur“ voru liðnar, eða 4861/ ár (4861/ 4573/ = 283/ e. K. = haustið 29 e. K.). Þannig afnam hann sláturfórn og matfórn, nákvæmlega eins og spáð hafði verið fimm öldum áður. Þetta kemur einnig fullkomlega heim við það, sem sagt er í 26. versinu, að eftir 7 vikur og 62 vikur, eða samtals 69 vik- ur, þ. e. í 70 vikunni, muni „hinn smurði verða afmáður, án þess að hann hafi nokkuð til saka unnið,“ sbr. uppdráttinn, sem fylgir. Þannig byrjaði fórn Jesú, liins smurða, þegar hann var þrítugur, en var full- komnuð þegar hann var 33J/ árs að aldri. Þetta hlutfall er opinberað með dásam- legum hætti í horninu í göngum Pýra- mídans mikla, 26° 18' 9 . 726", sem vér samkvæmt því nefnum Messíasarhornið eða Kristshornið. Vér höfum séð að stað- urinn, sem táknar fæðingu Krists, er þar sem gólflína Drottningarsalarins sker gólflínu fyrri uppgangsins og að ártalið, sem þar er markað, samkvæmt þumlungs- árs-kvarðanum í tímatali pýramídans, er haustið árið 2 f. K., og hin sögulega rann- sókn hér á undan hefir leitt í ljós, að samröðun kunnra staðreynda varðandi þetta efni sannar fullkomlega, að það er hið rétta fæðingarár Jesú. Tímabili lög- málsins, sem táknað er með fyrri upp- ganginum, lauk, eins og vér vitum, með krossfestingu Krists, vorið 33 e. K. og á 7 vikum, þ. e. með hvítasunnunni, í maí, var hin nýja öld, hið kristna tímabil full- komlega vígt. Endir fyrri uppgangsins (eða Lögmálsgangsins, eins og sumir nefna hann) markar skýrt lok lögmáls- tímabilsins. Lengdin á gólfi gangsins frá staðnum, sem sýnir fæðingu Krists, haustið 2 f. K., að enda gangsins er 331/ þuml. Samkvæmt mælikvarðanum, tinn þumlungur fyrir eitt ár, eru 331/ þuml. 331/ ár og endar því fyrri uppgangur- inn vorið 33 e. K., og samkvæmt hinni sögulegu rannsókn vorri höfum vér ein- mitt sannfærst um, að það er nákvæmlega árið, sem Kristur var krossfestur. Pýra- mídinn mikli var reistur 2600 árum áður en Kristur dó á krossinum og yfir 2000 ár- um áður en Daníel kunngjörði spádóm sinn um fyrri komu Krists. Fjarlægðin milli hinna tveggja staða, mæld eftir hall- andi gólfi neðri gangsins, sem tákna fæð- ingu og dauða Krists, er 33i/ þuml., en lárétt lína milli þeirra er 30 þumlungar. Eins og sjá má á augabragði kemur þetta alveg heim við helstu tímabilin í ævi Krists, ef tekinn er aldur hans, skírn og dauði. Þessi hlutföll eru nákvæmlega rétt upp á dag, eins og sjá má á uppdrættin- um. Horn ganghallans (26° 18' 9 . 726") sem sýnir þessa útkomu, er því nefnt Messíasarhornið eða Kristshornið, en all- an þríhyrninginn köllum vér Krists-þrí- hyrninginn. Ef haldið er áfram mæling- um á tímatali pýramídans, eins og sýnt DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.