Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 32
þess vegna algjört frávik frá stefnu-
marki þeirrar stofnunar, að taka árás-
arríki sem meðlim hennar.
Vér megum í þessu sambandi ekki
gleyma því, að Sameinuðu þjóðirnar
fæddust með erfðasynd, sem er þess vald-
andi, að stofnunin getur aldrei beitt sið-
ferðilegum myndugleika. Ástæðan er sú,
að þótt Sameinuðu þjóðunum væri frá
öndverðu ætlað það hlutverk að hindra
árás og hegna fvrir hana, ef gerð yrði,
voru Sovétríkin frá byrjun innan vé-
banda þeirra. Stórveldi, sem á sínum tíma
var vikið úr Þjóðabandalaginu fyrir árás
á Finnland, og sömu mennirnir, sem
stjórnuðu Sovétríkjunum þá — Stalin
og Molotov — sátu einnig við stýrið,
þegar stofnskrá Sameinuðu þjóðanna
var undirrituð. I ljósi þessara staðreynda
verða allar vangaveltur um að veita
Kommúnista-Kína aðgang að samtök-
um Sameinuðu þjóðanna óþarfar.
En um leið færist grundvöllur þess-
ara þjóðasamtaka niður á lægra stig. Það
er engin grundvöllur fyrir því, að bera
fram siðferðilegar röksemdir gegn upp-
töku Kommúnista-Kína í samtök Sam-
einuðu jrjóðanna, þar sem samtök þessi
hafa aldrei byggzt á siðferðilegum sjón-
armiðum og hafa engan siðferðilegan
myndugleik. Deila Bretlands og Banda-
ríkjanna um upptöku Kína í Sam-
uðu þjóðirnar verður aldrei leyst, vegna
joess að Bretland rökræðir málið frá
raun-pólitísku sjónarmiði, en Banda-
ríkin frá siðferðis-pólitísku sjónarmiði.
Brettland hugsar sér heim, líkan þeim,
sem sagan kennir okkur að ávallt hafi
verið til, þar sem stöðugur reipdráttur
á sér stað um völdin milli stórvelda, en
Bandaríkin hugsa sér hins vegar ein-
hvers konar alþjóðasamband, sem stjóm-
að sé eftir alheimsreglugerð eða kannske
öllu heldur alheimslögum. Bretland
lítur á Sameinuðu þjóðirnar sem eins
konar vöruskiptaskrifstofu (clearing-
kontor) þar sem brugðið er birtu yfir
heimsvandamálin og valdabaráttan birt-
ist í ræðum manna og afstöðu, þannig að
breytingar og endurskipulagning geti
farið fram án blóðsúthellinga. Bandarík-
in aftur á móti líta á Sameinuðu þjóð-
irnar sem upphaf að alheimsstjórn og
nýjum heimi. En þar sem grundvöllur
hins nýja heims verður að vera sá, að
hinn siðferðilegi styrkur sé meir virtur
en hinn efnislegi (fysiske) er það aug-
Ijóst, að Bandaríkin fara vill vegar,
þegar þau halda að Sameinuðu þjóð-
irnar séu hin rétta stofnun til framdrátt-
ar hinum siðferðalega málstað.
Enginn getur nokkru sinni reitt sig
á stefnuyfirlýsingu frá Sameinuðu þjóð-
unum, þar sem slík yfirlýsing yrði að
vera samþykkt af kommúnistaríkjun-
um og enginn getur reitt sig á það, sem
kommúnistaríki lýsir yfir.
Og gangi maður svo langt, að láta
fram fara nákvæma sannprófun á hin-
um siðferðilegu yfirlýsingum Samein-
uðu þjóðanna, eiga Bandaríkin sjálf á
hættu að tapa sínum eigin siðferðilega
myndugleik vegna þess, að svo lítur út
sem Bandaríkin telji, að utanríkispóli-
tík sú, sem Sovétsambandið hefur rek-
ið síðan á San Francisko-ráðstefnunni,
fái samrýmst stefnuskrá Sameinuðu
þjóðanna.
*
Sjálft deiluefnið, upptaka Kína í sam-
einuðu þjóðirnar, leiðir í Ijós þörfina
fyrir félagsskap þjóða, sem fyllir það
skarð, sem orðið hefur við gjaldþrot
Sameinuðu þjóðanna á hinum siðferði-
lega vettvangi. Stofnun slíkra samtaka
hefði verið rétta svarið frá hendi frjálsra
30 DAGRENNING