Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 35
eins eta þau, sem hafa klaufir, og þær al- klofnar, og jórtra. Viss dýr voru tilgreind sem óhrein og bönnuð til átu, svo sem „úlfaldinn“ og „stökkhérinn," sem jótra að sönnu, en hafa ekki klaufir, og svínið, sem að vísu hefur klaufir, en jórtrar ekki (III. Móseb. 11: 3-8). Af fiskum mátti aðeins eta þá, sem hafa sundugga og hreistur. Þess vegna voru bannaðar allar tegundir af skel- fiski, svo og aðrir fiskar, sem ekki hafa hreistur, eins og t. d. állinn (III. Móseb. 11: 9-12). Af fuglum eru bannaðar nítján nafn- greindar tegundir, og virðast þá talin öll ránfuglakyn, ásamt leðurblökunni, sem er talin fugl. Af V. Móseb. 14. kap. 11.—20. v. virðist svo sem allir fuglar, er ekki tilheyra þeim tegundum, sem taldar eru hér, skuli skoðast hreinir. Þessar reglur áttu einnig við fleyg skriðkvikindi, en af þeim var aðeins leyfi- legt að eta þau, sem hafa leggi upp af afturfótunum, eins og engisprettur (III. Móseb. 11: 20-23). Loks var svo bannað að eta öll skrið- kvikindi og meindýr, þar með talin fer- fætt smádýr, svo sem rottur og mýs, enn- fremur orma, margfætlur o. s. frv. (III. Móseb. 11: 29—38 og 41—44). Tilgangur laganna: Þannig voru reglurnar, sem Guð gaf ísraelsmönnum um mataræði, en það er eðlilegt að spurt sé: „Hver var tilgang- urinn með þessari fæðislöggjöf? Þeirri spurningu hefur Guð svarað sjálfur í III. Mósebók 20. kap. 24.-26. v.: „Ég er Drottinn, Guð yðar, og hefi skilið yður frá þjóðunum. Gjörið því grein hreinna ferfætlinga og óhreinna, og óhreinna fugla og hreinna, og gjörið yður eigi viðurstyggilega á skepnum, fuglum né neinu, sem hrærist á jörðinni, því sem ég hefi greint frá, til þess að það væri yður óhreint. Og þér skuluð vera heilagir fyrir mér, því að ég, Drottinn, er heilagur, og hefi skilið yður frá þjóð- unum, til þess að þér skulið vera mínir.“ Ýmsar skoðanir. Hér er lýst yfir, að ástæðan fyrir því, að fara verði eftir hinni fyrirskipuðu greiningu sé sú, að ísraelsmenn hafi ver- ið sérstaklega útvaldir sem þjóð Jehóva. Þarna var atriði í hinu daglega lífi þeirra, sem minnti þá á sáttmálann og greindi þá frá öðrum þjóðum. En ýmsar skoðanir hafa komið fram um það, livað haft hafi verið í liuga, þegar markalínan var dreg- in milli hinna hreinu og óhreinu dýra. 1. Mönnum hefur dottið í hug að dýr þau, sem bönnuð voru til fæðu, hafi verið þau, sem yfirleitt voru etin af nágranna- þjóðunum, og bannið hafi því verið sett til þess að ísraelsmenn hefðu ekki félags- leg samskipti við þessar þjóðir. En þá er því til að svara, að þetta hefur tæplega getað verið ástæðan, því að það kemur í ljós, að dýr þau sem Forn-Egypt- ar og Arabar neyttu, voru með örfáum undantekningum hin sömu og ísraels- mönnum var leyft að eta. 2. Þá hefur því verið haldið fram, að kjöt af vissum dýrum, sem Egyptar neyttu ekki, vegna þess að þau voru heilög hjá þeim, hafi verið úrskurðað hreint og al- mennt notað til fæðu, en kjöt af öðrum dýrum, sem notað var við seiðathafnir, hafi verið bannað og talið óhreint, til þess að ísraelsmenn bæru því vitni í daglegu lífi sínu að þeir væru lausir við skurð- goðadýrkun og hjátrú. Sem svar við þessu má benda á það, að þótt nokkur sannleikur kunni að vera fólginn í síðari hluta þessarar fullyrð- DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.