Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 18
Allir helztu viðburðir í lífi Krists fóru
fram á þeim dögum ársins, sem einhver
mikilvæg fyrirmæli voru tengd við í
Móselögum, og það sem framkvæmt
hafði verið ár hvert þessa daga, var ná-
kvæm formynd þeirra atburða, sem áttu
eftir að ske í lífi Krists hina sörnu daga.
Jesús fæddist 1. Tishri, á lúðrahátíðinni
árið 2 f. K. og vér höfum séð hve vel það
átti við. Hann bauð sig fram til að deyja,
til friðþægingar fyrir syndir heimsins, h.
10. Tishri, friðþægingardaginn árið 29
e. K. Nú sjáum vér að Kristur var tekinn
af lífi h. 14. Nísan árið 33 e. K., daginn,
sem páskalömbunum var slátrað, í byrj-
un páskanna. Páskalömbunum var slátr-
að ár hvert síðari hluta dags h. 14. Nísan,
samkvæmt fyrirmælum lögmálsins. Ná-
kvæmlega þann dag og á þeirri stundu,
sem páskalömbunum hafði verið slátrað
var „lambi guðs, sem burt nemur synd
heimsins“, fórnað á krossinum. Og eins
og Páll postuli segir: „Því að páskalambi
voru er slátrað, sem er Kristur“ (I. Kor. 5:
7). Enginn orð gætu lýst því skýrar, að
dauði páskalambanna var tákn og for-
mynd að dauða Krists, sem var „lamb
Guðs“ (Jóh. 1: 29 og 36). Hefði Kristur
verið líflátinn á krossinum h. 15. Nísan,
eins og sumir halda, er það sama og að
segja að Guð hefði ruglast á döguin og
látið slátra páskalömbunum á röngum
dagi í 15. aldir! Nei, Almættinu skjátlast
ekki í útreikningum sínum. Allar fornar
lieimildir í yfir 200 ár frá krossfesting-
unni eru samhljóða um að Jesús Itafi
verið krossfestur 14. Nísan. Jesús dó á
föstudegi (um það eru því nær allir á
einu máli, að undanteknum fámennum
hópi, sem heldur fram þeirri fráleitu
skoðun, að krossfestingin hafi farið fram
á miðvikudegi — að því verður vikið síð-
ar). Af öllum þeim ártölum, sem haldið
er fram í hinum mörgu fræðikenning-
um um krossfestingarárið, allt frá árinu
27 til 33 e. K., er árið 33 hið eina, sem
h. 14. Nísan bar upp á föstudag — önn-
ur sönnun fyrir því, að föstudagurinn 3.
apríl (júl.) árið 33 e. K. er rétta dagsetn-
ingin á krossfestingu Krists.1) Til viðbót-
ar má svo geta þess, að öll þessi ár, frá
27—33 e. K. bar 15. Nisan aðeins einu
sinni upp á föstudag, þ. e. árið 30. e. K.,
en þá voru aðeins 6 mánuðir liðnir frá
skírn hans, sem fór frarn síðast á árinu
29. e. K. Hefði árið 30 e. K. verið kross-
festingarárið, leiddi af því að starfstími
Krists hefði ekki verið nema 6 mánuðir,
og sjá allir að það getur ekki staðist.
Þeir, sem halda því fram að krossfesting-
in hafi farið fram þ. 15. Nísan árið 30,
neyðast því til að sjóða saman einhvern
nýjan útreikning á „15. ríkisstjórnarári
Tiberíusar keisara,“ til þess að færa
skírnina aftur um nokkur ár svo að hún
komi heim við starfstímann. Krossfest-
ingin fór fram í lok rómverska ársins A.
U. C. 785. (Talið er að Róm hafi verið
stofnsett h. 21. apríl árið 753 f. K.).
Guðspjöllin skýra oss frá að rneðan
Kristur hékk á krossinum hafi orðið
1) Töflur Dr. J. K. Fotheringham, stjörnu-
fræðings í Oxford, sýna að 14. Nísan bar upp á
föstudag árið 29 e. K. Niðurstöður Dr. Fothe-
ringham eru fengnar með hreinum stjarnfræði-
legum útreikningum á nýju tungli í byrjun mán-
aðanna og eru vitanlega stærðfræðilega réttar,
en á dögum Frelsarans var hebreska dagatalið
ekki byggt á mánaðarlegum athugunum á tungl-
inu, heldur á reglu, sem fengin var með athug-
unum, er náðu yfir langt tímabil. Leiðréttingin
var gerð jtannig, að mánuðirnir voru ýmist 30
dagar eða 29 dagar, byrjuðu á Nísan, sem var 30
dagar, nema innskotsárin jtegar Adar hafði 30
daga í stað 29, sem venjulegt var (innskotsmán-
uðurinn Ve-Adar hafði 29 daga). Fullt páska-
tungl var fyrsta fullt tungl eftir Vernal Equinox
(jafndægur á vori).
16 DAGRENNING