Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 13
varnað þeim að gera sér hreiður í hári þínu! Var aðeins sendur ísrael. í Mattheusar guðspjalli, 15. kap. 24. v. stendur: „En hann svaraði og sagði: Ég er ekki sendur nema til týndra sauða a£ húsi ísraels." Allur þorri fólks hefur ekki hugmynd um að þessi setning standi í Biblíunni. Hún segir oss blátt áfram að Jesús hafi komið til jarðarinnar í þeim ákveðna tilgangi, og fyrst og fremst til þess, að vitja hinna týndu sauða af húsi ísraels, leita þá uppi, frelsa þá og safna þeim saman. Oss hefur vitanlega verið kennt að Jesús hafi fyrst og fremst komið til þess að frelsa. Það er rétt, að dauði hans á krossinum varð til þess að frelsa allt mannkyn, en blóð hans var, samkvæmt kenningu Biblíunnar, fyrst og fremst gefið til frelsunar ísrael. Oss hefur verið kent að hann hafi aðal- lega komið til heiðingjanna, en þó segir Biblían að hann hafi fyrst og fremst kom- ið til „hinna týndu sauða af húsi ísraels". Hvenær ætlar fólk að hafna erfikenning- unum og játa hinar einföldu staðrevndir Biblíunnar? Hvers vegna lét Jesús sér svo annt um ísrael? Vitanlega vegna jress, að það var hann, sem í líki Jehóva vígðist ísrael á Sínaífjalli. Hann missti ísrael þegar þeir tóku að tilbiðja skurðgoð, vígðust Satan og tileinkuðu sér háttu hans, hið babylonska siðakerfi. ísraels- þjóðin fékk skilnað og það olli eigin- manni hennar hjartasorg. Hann hafði elskað hana svo mikið, að hann hafði gætt hennar, vakað yfir henni í útlegðinni og síðar þegar hún tvístraðist, fengið henni heimkynni á eyjunum, sem nefndar eru Bretlandseyjar og síðar nokkrum hópi í Ameríku. Hann dó til þess að frelsa þá þjóð og kemur aftur innan skamms til þess að verða konungur hennar, hreinsa hana göfga og endurreisa. Hann hafði fullan rétt til að láta sér annt um konu sína, og hann hefur þann rétt enn- þá. Brátt' munum vér sjá hann í dýrð sinni, þegar hann kemur og tekur konu sína að sér á ný. Hversu dýrðleg til- hugsun! Hversu dýrðlegir dagar, sem vér lifum á, og eigum í vændum! TIL KAUPENDANNA DAGRENNING er að þessu sinni síðbúnari en venja er til, en það er vegna fjarveru ritstjórans nær allan ágústmánuð og sumarleyfa í prent- smiðjunni, síðarihluta júlímánaðar. Verður að biðja velvirðingar á þessu. Næsta hefti mun koma út í októbermánuði, svo stutt verður milli þessa heftis og hins næsta. Þá verður einnig að geta þess, að ekki getur framhald greinaflokksins „Hreingerning,“ sem hófst í síðasta (50) hefti, komið í þessu hefti en framhald þeirrar greinar mun koma í næsta hefti. Vera má einnig að nokkur nýbreyttni verði upp tekin í sambandi við desemberheftið og mun nánar frá því skýrt í næsta hefti Dagrenn- ingar. Ritst jórinn DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.