Dagrenning - 01.08.1954, Side 19

Dagrenning - 01.08.1954, Side 19
myrkur um allt landið í þrjár stundir. Þessa dularfulla fyrirbæris er einnig getið í grískum heimildum. Phlegon, sem safn- aði Ólympíuskránum, segir frá því, að á 4. ári 202. olympíuskeiðsins hafi orðið eindæma sólmyrkvi og síðan jarðskjálfti, sem hafi valdið eyðileggingu í borginni Nicea. (Chron. Pask. Ed. Du Cange, bls. 217, 219, 222). Þessi dularfulli sólmyrkvi var svo alger, að stjörnurnar urðu sýni- legar um miðjan dag. Þetta 4. ár 202. ólymípuskeiðsins, sem Phlegon talar um, byrjaði á miðsumri árið 32 e. K. og end- aði á miðsumri árið 33 e. K. og þar af leiðandi fellur h. 3. apríl árið 33 e. K. þar inn í, dagurinn, sem Drottinn vor var krossfsetur. Þetta er enn ein dásam- leg staðfesting á krossfestingarárinu. Það skal athugað, að þetta var ekki venjuleg- ur, náttúrlegur sólmyrkvi, sem orsakað- ist af truflun frá tunglinu. Eðlilegur sól- myrkvi getur vitanlega aðeins átt sér stað með nýju tungli, en þegar Jesús var kross- festur var fullt tungl, en þá er aðeins tunglmyrkvi hugsanlegur, og þótt ein- kennilegt sé varð einmitt tunglmyrkvi kvöldið sem Kristur var krossfestur. Eng- inn sólmyrkvi átti að verða á 4. ári 202. ólympíuskeiðsins. Myrkvinn á krossfest- ingardaginn var því yfirnáttúrlegur. Þeg- ar Jesús dó varð því yfirnáttúrlegur sól- myrkvi að deginum og eðlilegur tungl- myrkvi um kvöldið. Þeir sem styðja þá röngu skoðun, að Jesús hafi verið krossfestur árið 30. e. K. halda því fram, að fornir kirkjufeður hafi talið það rétta árið. í fljótu bragði virðist það styrkja mjög mál þeirra. En að slá þessu fram án þess að geta um, hvernig hinir fornu feður komust að þessari nið- urstöðu, er mjög villandi. Langflestir hinna fornu feðra og söguritara fara rétt með fæðingarár og skírnarár Jesú, en þótt undarlegt megi virðast héldu þeir að starfstími hans hefði verið eitt ár eða hluti af ári vegna þess sem stendur í Ritningunni um „að kunngjöra hið þóknanlega ár Drottins.“1) Þeir taka því hið rétta skírnarár, 29 e. K. bæta þar við einu ári eða hluta af ári og fá þá út árið 30 sem krossfestingarárið. Eins og allir vita, gat starfstíminn ekki verið svona stuttur, og þess vegna er þessi staðhæfing, að feðurnir hafi talið árið 30 krossfest- ingarárið, vita gagnslaus. Gegn henni má svo færa fram þau rök, að sumir elstu og kunnustu kirkjufeðurnir og söguritar- arnir segja annað. Ignatius, sem var fædd- ur á síðari hluta sömu aldar og Jesús lifði á og var lærisveinn Jóhannesar postula, segir að hinn opinberi starfstími Krists hafi verið 3 ár, en Eusebius, faðir kirkju- sögunnar, telur að allur starfstími hans hafi verið 3V2 ár (Demonstratio Evangel- ica, bls. '400). Þriðji dagurinn. í Lúkasar guðspjalli, 23: 50 og 24: 2, er skýrt greinilega frá því, hve margir dagar liðu milli krossfestingarinnar og upprisunnar. í 50.—53. versi 23. kapitul- ans er sagt frá því er Jósef frá Arímaþeu tók líkama Jesú og lagði hann í gröf, sem enginn hafði verið lagður í áður. Síðan segir í 54. versinu, að „það var aðfanga- dagur,“ þ. e. föstudagur, „og hvíldardag- urinn fór í hönd,“ þ. e. laugardagurinn. Þessu næst segir frá konunum, er höfðu komið með Jesú frá Galíleu, að þær fylgdu líkama hans til grafar, en héldu svo kyrru fyrir á hvíldardaginn. í næstu versum (24: 1) heldur frásögnin áfram og segir: „En í afturelding fyrsta dag vik- unnar," þ. e. sunnudag, „komu þær til 1) Lúk. 4, 19. Þýð. DAGRENNING 17

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.