Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 14
THE INSTITUTE OF PYRAMIDOLOGY, — þ. e. Rannsóknarstofnun pýramídafræða, — hin eina sinnar teg- undar í heiminum — var stofnsett í London árið 1940, og gerði það hóp- ur áhugamanna, en árið 1941 var verksvið hennar fært svo út, að það næði til annarra þjóða. Það var þegar tímaritið „Pyramidology“ hóf göngu sína og tekið var að flytja fyrirlestra reglulega. Markmið stofnunarinnar er að efla þekkingu og rannsóknir á pýra- mídafræðum í öllum þeirra greinum. Megintilgangurinn er aukin fræðsla meðal allra þjóða um hina stórfelldu opinberun Guðs, sem felst í Pýra- mídanum mikla, allar greinar hennar: hina vísindalegu, hina spádóms- legu og hina trúarlegu. Þegar Dr. Adam Rutherford kom til íslands árið 1953 var sú ákvörðun tekin, að koma á fót „Rannsóknarstofnun pýramídafræða á Islandi“, og skyldi það vera félag, er eigi hyggði á fjármunalegan hagnað, en starfaði fyrir ísland undir handleiðslu Dr. Adam Rutherfords, stofnanda og for- seta stofnunarinnar Institute of Pyramidology, til þess að auka hér á landi þekkingu og skilning á Pýramídanum mikla. Félagi í þeirri stofnun getur hver sá orðið, sem skilur það, að Pýra- mídinn mikli er guðleg opinberun mynduð í steini. DAGRENNING mun verja nokkru af rúmi sínu hverju sinni til þess að útbreiða meðal almennings þekkingu á pýramídafræðum og er grein- in, sem næst fer hér á eftir, helguð því málefni. 12 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.