Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 42
Með áframhaldandi, einlægri við- leitni er hálfur sigur unninn; án henn- ar getur hvorki A.A., né nokkrir aðrir hjálpað þér. Almennar upplýsingar. Eigi félagsdeild þín nafnalista yfir fé- lagsmenn, færð þú eintak af honum, en á honum eru, auk nafna félagsmanna, heimilisföng þeirra og símanúmer. Hver og einn þeirra, sem á listanum eru, er traustur og góður vinur. Haltu nöfnum þeirra leyndum á sama hátt og þú vilt láta halda þínu nafni leyndu. Listinn er þér einum ætlaður, og ef þér finnst þú þarfnast ráða eða félagsskapar, skaltu ekki hika við að hringja í hvern þeirra sem er. Ef þeir eru uppteknir munu þeir hjálpar þér að komast í samband við fé- laga, sem getur sinnt þér. Þú þarft ekki að óttast, að þú sért uppáþrengjandi vegna þess að eitt aðalhlutverk félags- manna er að hjálpa öðrum félögum. Þeim var einnig hjálpað á sama hátt. Þegar þú hefur ákveðið að gerast fé- lagsmaður, skaltu einbeita þér að starf- seminni eins og þú bezt getur. Spurðu framkvæmdanefndina hvort nokkur verkefni séu til handa þér. Það er 24 tíma vinna á sólarhring að endurheimta bindindissemina. Legðu þig fram um að hitta og kynn- ast öllum félagsmönnum. Óttastu ekki að með því sértu framhleypinn eða móðgandi. Við reynuin alltaf að þúast. Gerðu það líka. Komdu með eiginkonu þína eða eig- inmann eða einhvern annan nákominn ættingja á fund, því betur, sem vanda- menn þínir þekkja áform þín, því bet- ur geta þeir orðið þér að liði í barátt- unni fyrir nýju lífi án áfengis. í fyrstu muntu halda þig mest að einum eða tveim félagsmanna. Þetta er eðlilegt, en það er þér nauðsynlegt að kynnast fleirum og bindast vináttubönd- um við eins marga og mögulegt er. Vertu ekki „sjúklingur" of lengi, reyndu að verða „læknir“ og annast þína eigin sjúklinga. ímyndaðu þér aldrei að litið sé nið- ur á þig. Tíminn og heilbrigð skynsemi munu sannfæra þig um, hve rangt það er. Drykkjumönnum er hætt við of mik- illi viðkvæmni, svo að þú skalt berjast gegn henni með allri þinni skynsemi. A.A. getur og vill gera fyrir þig það, sem það hefur gert fyrir þúsundir ann- arra. Ef löngun þín til að hætta að drekka er einlæg, getur þú það, ef þú vilt. Læknar hafa mikið rannsakað áfengisvandamálið, en hingað til hefur þeim ekki tekizt að banda á hina eigin- legu orsök þess að við drekkum, né fund- ið ráð til að stöðva drykkjuskapinn. Þeir hafa fundið margar ástæður, en svarið — annað en algert bindindi — hefur ekki fundizt. Enginn getur læknað þig, þú verður að hjálpa þér sjálfur. A.A. legg- ur þér tækin í hendurnar og sýnir þér, hvernig þú átt að beita þeim. Þú verð- ur sjálfur að framkvæma verkið. Það eru fundir hvert kvöld vikunn- ar. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þá, eða ef þú óskar eftir að komast í samband við einhverja deild, skaltu snúa þér til ritara félagsamtakanna, sem hefur það hlutverk með höndum að koma slíkum beiðnum á framfæri. Þú skalt gæta þess á fyrsta fundinum, sem þú mætir á, að láta ritara deildarinnar í té nafn þitt og heimilisfang ásamt símanúmeri, ef þú óskar að gerast fé- lagsmaður. 40 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.