Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 33
þjóða við kommúnistaheimsveldinu, sem Rússland hefur með vopnavaldi komið á fót í Evrópu. Hinn frjálsi heimur hefði þá þegar átt að stofna til ríkjasambands, eða ein- hvers konar samtaka, meðal frjálsra þjóða, sem veitt hefðu hinum frjálsa heimi þann siðferðilega styrk og það innra samræmi, sem hann nú vantar. Hinn siðferðilega styrk gæti slíkt sam- band aðeins öðlazt fyrir þá trú og það traust, sem það væri fært um að veita menntuðu fólki víðs vegar um heim. Fé- lagsskapur þessi þarf því fyrst og fremst að vera sannur og einlægur (falslaus). Þar þyrfti að fylgja efnd orðum. Slík samtök yrðu að starfa undir ákveðnu merki, og það er aðeins eitt merki, sem allar frjáls- ar þjóðir geta sameinast um: Merki frelsisins. Að sjálfsögðu hefði slík á- kvörðun vissar og mikilvægar afleiðing- ar fyrir hverja og eina þjóð, bæði stjórn- málalega og með tilliti til uppbyggingar slíkra samtaka. Stefnuskráin yrði að vera: frelsun. Oss koma þá fyrst í hug leppríkin, og vissu- lega yrði frelsun þeirra að vera eitt af aðalstefnumálum slíkra samtaka. En þar sem þeir munu ekki margir, sem trúa á frelsun ríkja með atómsprengj- um yrði lausn hinna evrópsku lepp- ríkja að verða með þeim hætti, að unn- inn yrði siðferðilegur sigur, eins og sig- ur sannleikans yfir hræsninni. Það er enginn efi á því, að fengi t. d. slíkt frjálst þjóðasamband aðstöðu til að framkvæma efnahagslega og félagslega endurskipulagningu í Suðurf-Ameríku- ríkjunum mundi það þýða eflingu frelsisins, styrkja gagnkvæmt pólitískt traust og auka liinn siðferðilega mynd- ugleik Bandaríkjanna. Aðeins frjálsar þjóðir ættu að eiga rétt á að gerast aðilar þessara samtaka, og greinilega ætti að skilgreina hvers „frelsis“ menn yrðu þar aðnjótandi. Sú skilgreining ætti ekki að vera fólgin í hárnákvæmri mannréttindaskrá, heldur stuttorðri upptalningu einfaldra reglna sem ekkert aðildarríki hefði heimild til að brjóta eða vanefna án þess að eiga á hættu íhlutun af sambandsins hálfu. Sem dæmi mætti nefna: Stjórn, viður- kennda af þeim, sem stjórnað er, prent- frelsi, stjórnmálafrelsi og að persónu- frelsi sá virt. Þar sem framferði ríkis- stjórnar, er væri í svo nánum tengslum við sambandsstjórnina sem hér hlyti að verða, hlyti óhjákvæmilega að hafa á- hrif á afstöðuna í öðrum sambands- ríkjum, væri eðlilegt að leyfa íhlutun þegar um brot á stjórnskipulaginu væri að ræða. Ágreinfngurinn um Kína hefði og verið auðleystari, ef slík stofnun hefði verið til, og það af tveim ástæðum: Kína mundi þegar í stað hafa fengið inn- göngu í Sameinuðu þjóðirnar, þar sem sú stofnun hafði þann einn tilgang að sýna heiminn eins og hann er í dag, skiptan í tvennar herbúðir með fáein- um hlutlausum þjóðum inn í milli. En hvorki Kína, Sovétríkin né nokkur önn- ur ófrjáls þjóð hefði fengið aðaild að sambandi hinna frjálsu þjóða. Enn fremur mundi valdastreitan milli stór- veldanna verða að lúta ákveðnum regl- um og mundi fá á sig mildara form vegna áhrifa sannrar og falslausrar sam- vinnustefnu, sem ríkti milli bandalags þjóðanna. Kalda stríðið, sem nú er háð milli vesturs og austurs, er rekið á mjög ó- sambærilegum grundvelli, þar sem Vest- urlönd hafa ekki skipulagt samstarf sitt neitt í líkingu við það, sem hin komm- DAGRENN I NG 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.