Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 31
fór þegar í stað til London í bónorðsför til verkamannaflokksins og háværar raddir voru víða uppi um að leysa mætti vandamál Þýzkalands með sama hætti og vandamál Viet Nam — þ. e. a. s. með ráðstefnu. Og ekki stóð á tilboðinu um að fara þá leið. Ef af þeirri ráðstefnu verður munu niðurstöður hennar verða enn hörmulegri en niðurstöður fund- anna í Berlín og Genf. Kommúnistastjórnin í Kína kemur frá Genfarráðstefnunni stórum styrkari á al- þjóðlegan mælikvarða. Já, svo öflug raunar, að hún getur leyft sér — að rúss- neskri fyrirmynd, að skjóta niður brezka farþegaflugvél, fullsetna farþeg- um, til þess eins að auðmýkja hina nýju vini sína. Og þetta skeður aðeins fáum dögum eftir að Sovétríkin og Ungverja- land hafa neitað að leggja svipað mál, er Bandaríkin áttu í við þau, fyrir Haag- dómstólinn. Fyrirmyndin er augljós. Genfaráðstefnan hefur orðið til þess að á Kína verður framvegis litið sem eitt stórveldanna, og nú mun því hefjast enn öflugri áróður en fyrr til þess að út- vega Kína sæti á þingi Sameinuðu þjóð- anna, og þá er ekki á það litið, þó að Kóreumálið sé enn óleyst og leystist ekki á Genfarfundinum. Kommúnista- Kína er árásaraðili í Kóreu, og þar sem Kóreustyrjöldinni er enn ekki lokið, heldur liggur í eins konar dvala, er Kína auðvitað enn sami árásaraðilinn og fyrr. En þar sem Kína hefur nú tek- izt að innlima einnig próðurpartinn af Indó-Kína, m. a. með aðstoð Genfarráð- stefnunnar, virðist þetta ríki nú hafa náð því þroskastigi sem nauðsynlegt er til að það geti fengið inngöngu í sam- tök Sameinuðu þjóðanna. Að baki hinnar formlegu umræðu um upptöku Kína í Sameinuðu þjóðim- ar, fer fram reipdráttur milli Stóra- Bretlands og Bandaríkjanna, og í því tafli er Kína aðeins peð — að vísu nokk- uð þýðingarmikið peð. Með því að styðja Kommúnista-Kína gerir Bretland ráð fyrir því, að bæta aðstöðu sína ekki að- eins í Kína, heldur einnig í Malayalönd- um og í Asíu yfirleitt, og þá ekki sízt í Indlandi, sem ávallt styður hlutleysis- stefnu. Með því að vinna gegn þessari stefnu Bretlands hyggjast Bandaríkin sennilega að geta veikt eða stöðvað út- þenslu kommúnismans í Asíu, en liann beinist þar fyrst og fremst gegn Banda- ríkjunum og hagsmunum þeirra. Það er táknrænt fyrir vora tíma, að þessi barátta um verðmæti er látin birt- ast fyrir almenningi sem deila um skipu- lagshætti, — og má segja, að þetta sé í sjálfu sér framför. Á Kommúnista-Kína að fá aðgang að Sameinuðu þjóðunum eða ekki? Öflugasti talsmaður tillögunnar um að taka Kommúnista-Kína í Sameinuðu þjóðirnar, er brezka ríkisstjórnin. Rök hennar eru ekki léttvæg. Þau eru þessi: Ef Sameinuðu þjóðirnar eru ekki rétt mynd af heiminum eins og hann er á hverjum tíma, er tilveruréttur þeirra skertur verulega og þýðing stofnunarinn- ar fyrir heiminn miklu minni. Nú er það staðreynd, að Kommúnista-Kína er orðið stórveldi og þess vegna verður að veita því aðgang að Sameinuðu þjóðun- um, ef sú stofnun á að gefa rétta mynd af heiminum eins og hann er nú. Þessum reynslu-hygginda- og „raun- sæisrökum Bretanna mæta Bandaríkin með siðferðilegum röksemdum. Þau segja: Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar til þess að koma í veg fyrir árásir, og þær eiga að vera, ef nauðsyn krefur, tæki til að berja niður árásir. Það er DAGRENN ING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.