Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 37
aðeins þess hluta hans sem nefndur er sál,
að leiðbeina þjóð sinni fyrir munn þjóns
síns, Móse, bæði varðandi fæðu, sem
henni væri hollt að neyta og þá, sem væri
skaðleg fyrir heilsuna. Það er, þvert á
móti, í fyllsta samræmi við það sem vér
höfum lært um ást Guðs á börnum sín-
um.
Vissulega má spyrja: Hafi greining
sú, sem fram kemur í Móse-lögum, verið
viðurkennd af öðrum þjóðum, hvaða rétt
eiga þá þessi lög til þeirrar sérstöðu, sem
þeim er eignuð í III. Móseb. 11: 43—47
og 20: 25—26?“ Svarið virðist vera þetta:
,,Fyrirmælin, sem Móses tók við, voru
fyrir alla þjóðina. Þau voru ekki, tins
og hjá Egyptum, lög fyrir prestana eina,
eða Persum, þar sem aðeins þeir, er voru
skólaðir í andlegum efnum, óttuðust þau
og hlýddu þeim. Þetta var lögmál fólks-
ins, lögmál allra, karla, kvenna og barna,
Jreirrar þjóðar, sem var útvalin til þess
að vera „prestaríki og heilagur lýður“
(II. Móseb. 19:6).
Fellt úr gildi í Nýja Testamentinu?
Áður en vér ljúkum þessari grein er
samt eftir að svara a. m. k. tveimur spum-
ingum: „Eru ekki öll slík lagafyrirmæli
um mataræði afnumin í Nýja Testament-
inu?“ og „Tekur ekki vútrun Péturs, sem
sagt er frá í Postulasögunni, 10: 9—28, af
allan vafa um þetta?“
Sem svar við þessum spurningum skal
bent á, að þess er hvergi getið, að Jesús
Kristur hafi nokkru sinni gefið í skyn að
fæða, sem ekki hentaði mönnum á tím-
um lögmálsins, hentaði þeim á tímum
náðarinnar. Það er vitanlega áreiðanlegt,
að Jesús neytti sjálfur aldrei fæðu, sem
bönnuð var í lögmálinu, því að Pétur,
sem var með Kristi í þrjú ár, og hlýtur
að hafa matast oft með honum á þeim
tíma, segir: „Því að aldrei hef ég etið
neitt vanheilagt og óhreint" (Postulasag-
an 10:14). Einn ritningarstaður er oft til-
færður sem sönnun þess, að Jesús hafi
ekki farið eftir fyrirmælum lögmálsins
um mataræði, en Jrað er hjá Markúsi 7.
kap. 15—23. v. (sjá einnig Matth. 15:
10—20), en það er auðsætt, að þetta er
máltækinu algerlega óviðkomandi, Við
þetta tækifæri var Jesús, eins og textinn
sýnir, ekki að tala um neyzlu einhverra
fæðutegunda heldur um siðaathafnir
Faríseanna.
Að því er snertir hina merkilegu vitr-
un Péturs, leiðir nákvæm athugun á frá-
sögninni í ljós, að tilgangurinn var ekki
sá, að sannfæra Pétur um að dýr, sem
hefði verið bannað að nota til fæðu á tím-
um lögmálsins, hefðu nú verið hreins-
uð og gerð hæf til átu á tímurn náðarinn-
ar, heldur hitt, að heiðingjarnir, sem
Gyðingar höfðu fram að þessu fyrirlitið
og talið óhreina ættu ekki að skoðast það
framvegis, og hann mætti ekki sniðganga
þá eða neita Jreim um fagnaðarerindið:
„Guð hefur sýnt mér,“ segir Pétur, „að
ég á engan mann að kalla vanheilagan
eða óhreinan“ (28. v.).
Ef fæðislöggjöf Guðs var gefin vegna
heilsu og líkamlegrar velferðar mannsins,
eins og vér teljum, er það þá ekki í sam-
ræmi við heilbrigða skynsemi, að trúa
því, að það sem var holl fæða á dögum
Móse, sé holl fæða í dag, og það sem var
óheilnæm fæða á hans dögum sé óheil-
næm fæða enn í dag?
Urskurður fjörefnafræðingsins
og læknisins.
Hvað sem segja má um neyslu svína-
kjöts í tempruðu eða köldu loftslagi,
verður því ekki neitað, að það er áreiðan-
lega óholl fæða í heitum löndum, og
DAGRENNING 35