Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 26
sem Kristur lét líf sitt, vegna þess að þá voru hinar 70 vikur liðnar. Ennfremur getur sáttmálinn, sem ral- að er um í 27. versinu, ekki verið annað en lögmálið, því að af hinum þremur stóru sáttmálum — Abrahams, Davíðs og lögmálinu — var lögmálið sá eini, sem ekki var ævarandi, og þess vegna sá eini sem hægt var að binda endi á.1) Spádóm- urinn sýnir að sá sáttmáli átti að enda í lok hinna 70 „vikna,“ en orðalagið er öðruvísi. Þar segir að eftir sjö ,,vikur“ og 62 „vikur“ til viðbótar, þ. e. 69 „vik- ur“ muni Messías verða kominn og stað- festa sáttmálann í eina viku enn, frá þeirn tíma — en það er sama og að sáttmálinn sé útrunninn eftir 70 „vikur“ (69-|-l = 70). F.n eins og vér vitum féll lögmálið úr gildi við krossfestinguna, því að „Kristur batt endi á lögmálið“ „með því að negla það á krossinn" (Rómv. 10: 4—5 og Kól. 2: 14). Hér er oss því fengin önn- ur sönnun fyrir því, að 70 „vikurnar“ (490 ár) enduðu árið, sem Drotinn vor dó og reis upp frá dauðum. Til þess að finna árið, sem Kristur dó og reis upp, eftir spádómi Daníels, verð- um vér þess vegna að sannfæra oss um, hvenær þessar 70 „vikur" byrjuðu og telja 490 ár frá þeim tíma. í 25. versinu er sagt að atburðurinn, sem þessi út- reikningur miðist við, sé „frá því að orðið um endurreisn Jerúsalem gekk út.“ Heimferðirnar úr herleiðingunni voru tvær — sú fyrri á dögum Kýrusar, til þess að endurreisa musterið, og hin síðari á dögum Ezra og Nehemía, til þess að endurreisa stjórnskipulag borgarinnar og byggja upp borgarmúrana. Nú ber spádómurinn ótvírætt með sér, að það er 1) Þ. e. siðakerfið, en ekki hið siðferðilega lögmál. orðið, sem gekk út í byrjun síðari heim- ferðarinnar, sem markar upphaf hinna 70 „vikna,“ enda er greinilega tekið þar fram bæði um endurreisn borgarinnar og upphleðslu borgarmúranna (25. vers- ið). En það voru tveir áfangar í sambandi við þessa síðari heimför, þegar Jerúsal- em var endurreist — sá fyrri þegar Ezra tók við hlutverki sínu og hin þegar Nehemía endurbyggði borgarmúrana, en hvorttveggja gerðist á ríkisárum Artahs- asta I. Hið dásamlega við þennan „sjö- tíu vikna“ spádóm er, að 490 venjuleg sólarár, talin frá fyrri atburðinum, enda vorið 33 e. K„ og 490 ár, reiknuð að hætti þjóðanna í Litlu-Asíu (Araba, Tyrkja o. s. frv.) þ. e. tunglár, talin frá því að „orðið gekk út,“ í síðara skiptið, þegar Nehemía endurbyggði múra Jerúsalem- borgar, enda á nákvæmlega sama tíma, vorið 33 e. K. Um fyrri útreikninginn segir sir Isaak Newton í riti sínu Spádómar Daníels, I. bindi.: „Sjötíu vikur eru ákveðnar (eða skammtaðar) lýð þínum og þinni heilögu borg.“ Með því að setja hér viku fyrir sjö ár, verða 490 ár frá þeim tíma, er hinir tvístruðu Gyðingar áttu að samein- ast aftur sem þjóð og helg borg og þangað til Kristur risi upp frá dauðum . . . Nú urðu hinir tvístruðu Gyðingar þjóð og borg fyrst þegar þeir urðu aftur skipu- lagt ríki eða þjóðarheild, en það gerðist á 7. ríkisári Artahsasta Longimanns, jreg- ar Ezra hélt lieim með hóp Gyðinga úr herleiðingunni. . . og með leyfi konungs- ins til þess að skipa dómendur og stjórna þjóðinni samkvæmt lögum Guðs og kon- ungsins. Heimferðirnar úr herleiðing- unni voru aðeins tvær — Serúbabels og Ezra. í heimför Serúbabels höfðu þeir aðeins leyfi til að reisa musterið, en með 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.