Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 38
fyrir mörgum árum bannaði Clyde lá- varður neyslu þess í indverska hernum, af heilsufarslegum ástæðum. Ennfremur eru fjörefnafræðingar og læknar yfirleitt á einu máli um það, að svínakjöt sé óholl fæða. Gaylord Hauser, ameríski heilsu- fræðingurinn heimsfrægi, segir: „Svínakjöt er auðugt af Bl, inni- heldur 0,8 milligrömm hver skammt- ur, en í því eru ekki önnur B-fjörefni í sömu hlutföllum, og meiri hlutinn af B1 eyðileggst við þá löngu suðu, sem nauðsynleg er til þess að kjötið sé ætt. Eg hef haldið jiví fram í mörg ár, að nýtt svínakjöt eigi ekki heima á skrá yfir hollar fæðutegundir“ (Diet Does It, bls. 77). Ennfremur er þess að geta, að hinn óhugnanlegi sjúkdómur, sem nefndur er fleskormasýki, er talinn „stafa ein- göngu af því, að fólk borði sýkt, illa soð- ið sínakjöt eða svínaafurðir, sem í eru vöðvavefir úr svínum“ (Leaflet no. 34, U. S. Dept. of Agriculture, p. 1); og í grein um þetta efni í Steadman’s Diction- ary (IX. útg. endursk.) segir að þessir litlu fleskormar komist inn í líkamann þegar borðað sé „illa soðið svínaket og fari svo út í þarmana. Þegar ormarnir eru orðnir fullvaxnir geta þeir af sér ógrynni af lirfum, sem berast út í bl()ðið og í vöðvana, þar sem þeir hreiðra um sig og valda miklum þjáningum, svo sem bjúg, hitasótt og blóðkornasýki. Um fisk er það að segja, að það er ekki óalgengt að heyra um fólk, sem hef- ur fengið eitrun af að borða skelfisk. Að lokum þetta: Fyrst nauðsynlegt var að setja ákvæði um dýrafæðuna, fræddi Guð þjón sinn Móse, af kærleika sínum og vizku um Jrað, hvaða dýr fólkinu væri hollast að eta og bannaði þau, sem voru óheilnæm. Samkvæmt Móse-lögum var það bein uppreist gegn Guði, að neyta nokkurrar fæðu, sem bönnuð var, en það var engin lagaleg refsing lögð við slíkri neyzlu og eina kvöðin, sem lögð var á heiðingja, er snérust til kristinnar trúar, var sú, að þeir skyldu forðast kjöt, sem fórnað var skurðgoðum, blóð og það sem kafnað hefur (Post. 15: 19, 20). Og hvað sem öðru líður, þá getur fæða, sem var ísraelsmönnum óholl á tímum lögmáls- ins, tæplega verið fsrael holl á tímum náðarinnar, né heldur heiðingjum þeim, sem tekið hafa kristna trú. 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.