Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 7
menn og Þjóðverjar hafa lagt sérstakt kapp á að kæmist á fót. Styrjaldarhættan var svo nálæg um miðjan júnímánuð, að þeir Winston Churchill og Anthony Eden urðu að fara og hitta Eisenhower til þess að hindra að Bandaríkin gripu til róttækra aðgerða í Asíu meðan Mendes-France væri að blekkja Evrópuþjóðirnar og stinga þeim svefnþorn. Bandaríkjamenn sáu auðvitað að hverju fór, þó er óvíst að þeir hafi búizt við að um það væri samið, að koma Evrópuhernum fyrir kattarnef. Þegar Genfarráðstefnan hófst á ný vildu Bandaríkjamenn ekki taka þátt í henni, en fyrir þrábeiðni Breta og Frakka létu þeir til leiðast að senda þangað Bedel Smith aðstoðarutanríkis- ráðherra, sem eins konar áheyrnarfull- trúa. Hann hefur nú látið af ráðherra- starfi sínu. # Eftirleikur Genfarráðstefnunnar er rni einnig um garð genginn. Mendes France hefur nú einnig uppfyllt það loforð, sem hann auðsjáaniega gaf Rúss- um á Genfarfundinum, fyrir þátt þeirra í samningunum um Indó-Kína, að koma Evrópuhernum fyrir kattarnef. Það gerðist nú í mánaðarlokin. Mjög athyglisverð er afstaða Frakklands í því máli. Bandaríkin hafa haldið Frakk- landi uppi fjárhagslega nú í meira en 8 ár, með fégjöfum, lánum og styrkjum, enda hafa Frakkar látið svo sem þeir mundu aðhyllast utanríkisstefnu Bret- lands og Bandaríkjanna í Evrópu, en hún hefur verið sú, að mynda sérstakt hernaðarbandalag á meginlandi Evrópu gegn kommúnistahættunni úr austri. f þessu bandalagi áttu að vera, auk Frakk- lands, Vestur-Þýzkaland, Beneluxlönd- in og Ítalía, en Bretland og Bandaríkin að vera bakhjarlar bandalagsins. Frakk- ar áttu sjálfir hugmyndina að Evrópu- her, sem annaðist sameiginlegar varn- ir hinna vestrænu ríkja, en í hvert skipti sem til skarar átti að skríða um stofnun hans, brugðust Frakkar. En nú varð ekki lengur komizt hjá því að taka af- stöðu. Og þá gerist það, að sjálfur for- sætisráðherrann, Mendes-France, og flestir ráðherrar hans neita að fylgja málinu fram í franska þinginu, en eru „hlutlausir" við afgreiðslu þess. Þó þorðu andstæðingar Evrópuhersins ekki að ganga hreint til verks, og fella frum- varpið um herinn, heldur felldu málið óbeint með því að vísa því frá. Þeir, sem réðu niðurlögum þess voru fyrst og fremst kommúnistarnir í þinginu, en þeir eru aðalstuðningsmenn Mendes- France, þótt því sé neitað af honum sjálfum. Verkin tala þar skýrustu máli. Mendés France er áður lítt kunnur maður og fæstir í Frakklandi vissu á honum veruleg deili, þegar hann varð forsætisráðherra nú í sumar. Hann mun alla tíð hafa staðið mjög nærri kommúnistum og telur sig vera mjög ,,rótttækan“ í skoðunum. Undir niðri mun hann hallast að nánu samstarfi við Sovétríkin, en verður að sjálfsögðu að fara gætilega í sakirnar, því fjarhagur Frakklands og önnur sambönd þess þola ekki að böndin til vesturs bresti mjög skyndilega. # Mendes-France tók við stjórnartaum- unum í Frakklandi um miðjan júní s. 1. Hann hefur á þeim tveim mánuðum, sem liðnir eru síðan, skapað slíkt öng- þveiti í utanríkispólitík Vesturveld- anna, að þar er nú allt það lagt í rúst, DAGRENN I NG 5

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.