Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 23
við það, sem frásögnin segir að tíminn hafi leitt í ljós, þegar að því kom. Lausn- in er samt fólgin í þeirri staðreynd, að orðalagið „3 dagar og 3 nætur,“ eða „þrjá daga, nótt og dag“. er mállýzka, sem hægt er að sýna fram á að þýðir „á þriðja degi,“ alveg eins og orðalagið „þrír dagar.“ í Esterarbók 4. kap. 16. og 17. v. er sagt frá því að Ester og Mordekai hafi fastað í þrjá daga, nótt og dag, áður en hún gekk fyrir konunginn og í byriun næsta kafla segir að hún hafi gengið fyrir konunginn „á þriðja degi.“: „En á þriðja degi skrýddist Ester konunglegum skrúða og gekk inn í hinn innri forgarð konungs- hallarinnar . . . en konungur sat í kon- ungshásæti sínu gegnt dyrum hallarinn- ar.“ Og í I. Samúelsbók 20: 12 kemur í ljós að þriðji dagurinn er dagurinn eftir morgunndaginn. Það sem Drottinn vor raunverulega spáði var því, að hann mundi verða „í skauti jarðar" þangað til á þriðja degi. Orðalagið „þrjá daga og þrjár nætur“ og „þrjá daga, nótt og dag“ var venjulega notað í merkingunni ,,þrír dagar“ eða „á þriðja degi“ þegar ætlun- in var að leggja áherzlu á samfelldan tíma, og var þess vegna notað um föst- ur, og í eitt skipti um þann tíma, sem Kristur var í gröfinni. Það er haft eftir mikils metnum, ensk- um vísindamanni, að „fínlega spunnin fræðisetning geti stundum oltið um siálfa sig á einni ógeðfelldri staðreynd." Þetta er hárrétt, og það er þessi „eina ógeð- fellda staðreynd," sem gersamlega koll- varpar kenningunni um það, að 72 klukkustundir (fullir þrír dagar) hafi lið- ið milli krossfestingarinnar og uppris- unnar. Hinir fáu formælendur þessarar skoðunar fallast á það, að Kristur hafi verið krossfestur 14. Nísan, en halda hins vegar fram að það hafi verið miðviku- dagur (og fá þannig út fulla þrjá daga fram að laugardagskvöldi). Nú eru allir formælendur hinna ýmsu skoðana á vor- um dögum sammála um, að meira geti ekki borið á milli en það, að krossfest- ingin hafi farið fram einhvern tíma á árabilinu frá 27—33 e. K„ að báðum ár- um meðtöldum. En öll þessi sjö ár bar 14. Nísan aldrei upp á miðvikudag, og þess vegna er þessi skoðun sannanlega röng, af þeirri ástæðu einni, auk alls annars, sem mælir gegn henni. Þessi „eina, ógeðfellda staðreynd“ kollvarpar allri kenningunni. Það skyldi haft hugfast, að hin heilaga kvöldmáltíð, sem Kristur stofnaði, var hin kristna páskahátíð og einum degi á undan þeim páskum, sem lögmálið fyrir- skipaði. Þegar Kristur talaði um pásk- ana undir lok jarðvistar sinnar, átti hann stundum við hina kristnu páskamáltíð, sem hann var í þann veginn að stofna. Fylling tímans. Almættið er Guð skipulagsins. Allt sem hann gjörir er samkvæmt nákvæmri og skipulagðri fyrirætlun. Nákvæm þýðing á grísku orðunum, sem þýdd eru „hin eilífa fyrirætlun" í Biblíum vorum (Efes- us br. 3: 11) er „fyrirætlun (eða áform) um aldirnar". Sá „tími og tíðir,“ sem Guð hefur ákveðið, er mikilvægur liður í áforminu. Munið að Jesús fæddist á rétt- um tíma — „í fyllingu tímans“ sendi Guð son sinn (Gal. 4: 4). Hvorki fyrr né síðar, heldur nákvæmlega þegar tíminn var fullnaður. „Jesús fórnaði sér af fúsum vilja, þrítugur, nákvæmlega á réttum tíma, og var hin raunverulega frummvnd þess, er fórnaruxi friðþægingardagsins hafði táknað; og uppfrá því hélt hann stöðugt áfram hvern dag og hverja stund að fullkomna það verk, sem hann átti að DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.