Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 12
---------------------------------------------------------------------------------^ ar áttu einnig frumkvæðið að, og varð til þess að nýkommúnisminn fékk byr undir báða vængi um alla Evrópu. Genfarráðstefnan var einhver óþarf- asta ráðstefna sem haldin hefir verið og til hennar má rekja upphaf þeirr- ar sundrungar, sem síðan hefir magnazt ineir og meir innan lýðræðis- þjóðahópsins og Atlantshafsbandalagsins. Genfarráðstefnan 1955 varð upp- haf þess að Bandaríkin og Sovétríkin fóru í alvöru að hugsa um að skipta heiminum milli sín og leysa upp brezka samveldið og franska ríkjasam- bandið. Fundurinn í Genf 1955 var kallaður „fundur æðstu manna stórveld- anna“. Hann sátu aðeins fjórir menn: Forseti Bandaríkjanna, forsætisráð- herrar Breta og Frakka og forsætisráðherra Sovétríkjanna. Nú á að „út- víkka“ fundinn — og það er mjög í anda starfsaðferða kommúnista — til þess að fá stærri akur til að sá í fræjum sundrungar og tortryggni meðal vestrænna þjóða. Aðeins heimskingjar geta látið sér til hugar koma að nokkurt samkomu- lag náist á „fundi æðstu manna“ um nokkurt það mál, sem einhverju verulegu skiptir. Hitt er miklu líklegra að þar geti tekizt að sundra enn meir en orðið er hinum vestrænu jjjóðum, sem nú eru með sinni fávís- legu utanríkisstefnu að kalla yfir sig örlagadóminn. „Drekinn mikli“ stend- ur nú með reidda sigðina til þess að slá þriðja — og síðasta — ljáfarið í Evrópu, svo hennar veldi sé lokið. Sameiginlega breiða Bandaríkin og Sovétríkin út þá skoðun, að bæði Frakkland og Bretland séu ekki lengur stórveldi, heldur sé nú aðeins um tvö stórveldi að ræða í heiminum — Bandaríkin og Sovétríkin, — og milli þeirra sé nauðsynlegt að ná samkomulagi — þá leysist allt annað af sjálfu sér. Svipað var einnig sagt um Hitlers-Þýzkaland og Sovét-Rússland á sín- um tíma. En ]>að reyndist blekking j)á — og svo verður einnig nú. „Fund- ur æðstu manna“ mun verða til þess að sundra, en ekki til þess að sam- eina. Hann mun ekki leysa neitt vandamál, en verða unpspretta nýrr- ar ógæfu fyrir smærri og stærri þjóðir Vestur-Evrópu. Samspil clulinna afla. Hverjum Jieim, sem hefir áttað sig á samspili hins pólitíska zionisma og kommúnismans, er ljóst að „rauði drekinn" í austrinu er nú að búa sig undir síðustu árásina — árásina á Bretland og Frakkland og smáríkin sem lifað hafa í skjóli Jieirra sem sjálfstæð ríki á umliðnum öldum. Er v__________________________—------------------------------------J 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.