Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 41
vegis verða sérstakur bænadagur, er þjóðin skyldi játa framin afbrot, sem réttlátur Guð hefði óbeit á, og biðja Guðs miskunnar. Slík ályktun varð ekki án launa. Andrew Jackson sagði einu sinni um Biblíuna: „Þessi bók er það bjarg, sem lýðveldi vort byggir á.“ Daniel Webster lét í ljós hátíðlega að- vörun með þessum orðum: „Ef við er- um stöðugir í þeim sannleika, sem Biblí- an kennir, mun okkur miða áleiðis, en gleymum við því, getur bráða hættu borið að höndum." Eftir allar meiriháttar kreppur í sögu Bandaríkjanna hafa orðið stór- kostlegar vakningar. Þjóðin hefir fund- ið hina miklu þörf fyrir hjálp Guðs, og Guð hefir ætíð heyrt bænir hennar og af náð sinni úthellt Heilögum anda. Mannfræðingarnir segja, að það séu þrjú ráðandi öfl í þjóðfélaginu: félags- leg, andleg og efnisleg. Félagslega og andlega náði Ameríka hátindi rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld. Áhrifa af vakningasamkomum Moodys gætti alls staðar. Billy Sunday hristi þjóðina. Kirkjusókn náði hámarki. Guðleysingj- ar voru álitnir óþrif á þjóðarlíkaman- um. Afbrot áttu sér stað, en ekki eins alvarleg og í dag. Hjónaskilnaðir voru ekki nærri eins algengir, aðeins þrír af hverju hundraði hjónabanda. Stór- kostlegar framfarir urðu efnislega. Nýjar vísindalegar uppgötvanir ame- rískra uppfinningamanna voru byrj- aðar að móta lifnaðarhætti okkar og skapa slíka velgengni, að óþekkt er áð- ur í sögunni. Við tókum þátt í fyrri heimsstyrjöld til að „bjarga lýðræðinu í heiminum“. Þegar Wilson forseti kom til Versala, var honum heilsað sem nýj- um Móses, er leiða myndi Evrópu út úr eyðimörkinni, þrælkuninni og blekk- ingunum, inn í birtu nýs dags. Ame- íka skaut sér undan ábyrgðinni af for- ustunni. Við skriðum inn í einangrun- arskelina. Við leiddum yfir okkur ör- yggisleysi og geysilega afturför, sem hefir þróazt svo ört, að stjórnmálamenn okkar standa á öndinni. Hvítmaurinn er í þann veginn að éta hjartað úr amerískri siðmenningu. Ef hnignunin í þjóðlífinu heldur áfram með slíkum hraða og í dag, spá margir þeirri Ameríku, sem við þekkjum, al- gjöru hruni fyrir 1975. Lítum eitt augnablik á okkar ást- fólgna land. Enginn þorir að neita því, að frá félagslegu sjónarmiði hefir orðið sið- ferðileg afturför, og upplausn heimila er tíðari en nokkru sinni fyrr. Hóf- laust líferni og hórdómur hefir gjöreytt hvert ríkið af öðru. Siðspilling leiddi eld og brennistein yfir Sódómu og Gó- morru. Hún lagði Róm, Pompei og Neapel í rústir. Við, Ameríkumenn, er- um farnir að elska skemmtanir okkar meira en Guð. Fyrir 40 árum varð að- eins einn hjónaskilnaður af 33. hverri giftingu, en í dag leysist þriðja hvert hjónaband upp. Heimilið hefir alltaf verið dýrmætasta undirstaða þjóðfé- lagsins. Þegar heimilislífinu hnignar, veikjast undirstöður þjóðfélagsins. — Ekkert ríki fortíðarinnar fékk staðizt, sem afnam fjölskyldulífið. Reno hefir farið vel af stað og fleiri borgir og ríki fylgja fast eftir. Við étum, drekkum og skemmtum okkur, kvongumst og giftumst. Hjáguðadýrk- un og siðspilling er stunduð opinber- lega og kinnroðalaust. Það eru ekki lengur álitin félagsleg óþrif, þótt ungt fólk eigi sér ,,smá-ævintýri“. Það er álitið sjálfsagt og eðlilegt. í klæðnaði, háttum og kynferðissiðgæði hefir Ame- ríka tekið forustuna af Frakklandi. DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.