Dagrenning - 01.04.1958, Page 29

Dagrenning - 01.04.1958, Page 29
KEMUR KRISTUR EKKI AFTUR? Þá er ég kominn að því atriði í bréfi yðar, sem ég yðar vegna vildi einna sízt ræða, en það er spurningin um endur- komu Krists. I bréfi yðar segið þér: „Það Guðsríki, sem Kristur boðar, er andlegt ríki, ekki af þessum heimi. Fyrirheitin um Landið helga, Jerúsal- em og ísrael eru þaðan í frá aðeins tákn andlegra og eilífra staðreynda, alveg eins og hin mörgu fyrirheit um hásæti Davíðs og ævarandi konungdóm Davíðs ættar.“ (Lbr. mín). Þetta eru yðar óbreytt orð. Ef þessi orð yðar eru tekin eins og þau eru töluð, geta þau ekki orðið skil- in á annan veg en þann, að þér afneit- ið með öllu hugmyndinni um endur- komu Krists. Nú eru fjölmargir staðir í Heilagri ritningu, sérstaklega í Nýja testament- inu, sem segja það beinlínis, að Kristur muni koma aftur. Það viljið þér auðvitað allt skilja ,,andlega“, eins og þér kallið það, en það þýðir, að ekkert sé að marka það, sem sagt er. Hér skal fátt eitt nefnt. í 24. kap. Mattheusar guðspjalls segir: ,,En er hann sat á Olíuf jallinu, gengu lærisveinarnir til hans og sögðu eins- lega: Seg þú oss, hvenær mun þetta verða og hvert er tákn komu þinnar og enda veraldar?" í sama kapítula segir einnig: „Þannig mun verða koma Mannssonarins." Og enn segir 1 tilsvar- andi kapítula hjá Lúkasi: „Þannig skuluð þér vita, að þegar þér sjáið þetta koma fram, er guðsríki í nánd.“ í Postulasögunni standa þessi frægu orð, töluð af englum Drottins: „Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ Loks skal minnt á alvöruorð Péturs í II. Pét- ursbréfi, sem mér finnst þér höggva ískyggilega nærri með hinni afdráttar- lausu yfirlýsingu yðar. Þar segir: „Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spott- arar með spotti, er framganga eftir eig- in girndum og segja: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu, stendur allt við sama eins og frá upphafi verald- ar.“ — Og þar stendur enn: „En vér væntum eftir fyrirheiti hans (Krists) nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“ Fleira mætti enn nefna, þó að það verði ekki gert að sinni. Ef kenning yðar á að fá staðizt, fæ ég ekki betur séð en að afskrifa verði með öllu þessi og önnur ummæli um endurkomu Krists. Það virðist kirkjan líka hafa gert, því að ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt flutta prédikun um endurkomu Krists. Ef ríki Krists er eingöngu „andlegt ríki og ekki af þessum heimi“, eins og þér segið, hvað verður þá um fyrirheit- in um endurkomu hans og stofnun Guðsríkis hér á jörðu? Samkvæmt yðar kenningu verður hér á jörð sífellt framhald þess helvítis- ástands, sem nú ríkir hér. Samkvæmt yðar kenningu er ekkert að marka allt tal postulanna og guðspjallanna um nýtt ríki — Guðsríki —, sem Kristur á að stofna og stýra í þúsund ár. Það ber allt að skilja „andlega“ og fer allt fram í „öðrum heimi“. Þannig er hverri kenningunni af annarri afneitað eða hún heimfærð til ástands, sem er gagn- stætt orðum Biblíunnar. Og svona er haldið áfram, þangað til ekkert er orð- ið eftir, og trú manna á Guð, Frelsar- ann og Biblíuna að engu orðin. Annað- DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.