Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 36
Þess vegna hafnaði ég algjörlega þessum sjónarmiðum yðar og skoðun- um og fór að leita sannleikans eftir öðrum leiðum. En hvort sem ég hefi fundið eitthvert brot af honum í þeirri leit eða ekki, er það þó víst, að í þeirri leit fór ég að eins og þér heimtið a. m. k. af öðrum en sjálfum yður. Ég „leitaði hins sanna eftir tilvísun Heilagrar ritn- ingar“ og ákvað „að hlíta því einu, sem stenzt dóm hennar, en hafna því, sem ekki fær staðizt". Þetta hefi ég einmitt gert nú um nærfellt tuttugu ára skeið. Ég hefi „hafnað því, sem ekki fær stað- izt, jafnvel þótt af því leiddi endurmat og afneitun fyrri skoðana". Ég hefi meðal annars látið af góðu og virðu- legu embætti, sem mér fannst binda um of hendur mínar í þessari leit minni, og margt fleira gæti ég nefnt, þó að ég sleppi því hér. Og þessi leit mín hefir borið mikinn árangur, sem að nokkru leyti a. m. k. er sýnilegur í lífi mínu og starfi. Sem betur fer hefir hvorki yður né öðrum tekizt að „vísa mér svo til veg- ar“, að ég hafi á ný villzt út af þeim vegi, sem Heilög ritning leiddi mig á, með mínum ófullkomnu athugunum á merkilegustu ritum hennar — spá- mannaritunum —, sem ég vildi þó að mér entist líf og heilsa til að kynna mér enn betur. Ég vona, að hvorki yður né öðrum takist að villa svo um fyrir mér í ellinni, að ég hverfi af þeim vegi, en vænti til Guðs, að hann verndi mig fyrir þeim vinum, sem vilja leiða mig á nýja glapstigu í þessum efnum. Síðan ég hóf að athuga Heilaga ritn- ingu út frá þeim sjónarmiðum, sem ég hefi nokkuð rakið hér og í Dagrenn- ingu, hefir mér opnazt nýr heimur, fullur dásemda og vizku, sem mig hafði ekki áður órað fyrir að væri til, meðan ég var á yðar skoðun. í trúarefnum. Mér finnst ég sjái nú ákveðinn til- gang í öllu, sem gerist. Drottinn hefir sagt oss fyrir, hvernig þetta muni verða og spádómar hans hafa í engu brugð- izt. Hins vegar hefir bæði mér og öðr- um oft skjátlazt í því að þýða spádóma hans, og er það ekki nema að vonum og fyrirgefst væntanlega. Vera má og að ég hafi ekki verið nógu varkár í því efni, ekki sízt þar sem vænta mátti að fulltrúar heimskuvísinda nútímans og farísear vorra daga yrðu ekki seinir á sér að smjatta á mistökum mínum, ef einhver yrðu. En slíkt læt ég mér í léttu rúmi liggja. Ég læt þá þessu lengsta bréfi, sem ég hefi skrifað á ævinni, lokið, og þar með er þessari ritdeilu lokið af minni hálfu. Ég er yður þakklátur fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að kynna sjónar- mið mín og þær skoðanir, sem ég tel svo mikilsverðar í þessum efnum, og ég er sannfærður um að jafnvel þér verðið fyrir einhverjum þeim áhrifum frá þeim, sem yður mega til blessunar verða. Hitt veit ég af mörgum viðtöl- um, að fjöldi manna hefir lesið þessi skrif okkar með vaxandi athygli og væntanlega verða þau þeim til einhvers gagns. Ég kveð yður svo með velvild og vinarhug, því að ég finn, að þó að okk- ur greini svo mjög á, sem raun ber vitni, eigum við það sameiginlegt, sem öllum mönnum verður að lokum dýr- mætast, þegar reikningur lífsins verð- ur að fullu gerður upp og eigin verð- leikar og þekking „vegið og léttvægt fundið“. Yðar einlægur Jónas Gvðmundsson. 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.