Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 20
lagi“, og á þann hátt fengið þá niður-
stöðu, að með orðinu „trúníð“ væri átt
við allt annað en þér ætluðust til. Ég
gat ekki betur skilið en niðurlagsorðin
í grein yðar ættu við alla okkar deilu
og þá sérstaklega við kjarna hennar —
hinn mismunandi skilning okkar á spá-
mannaritunum. En hafi mér nú orðið
þetta á í þessu eina atriði, hversu stór-
kostlegar hefir yður þá ekki fatazt í
þessu efni nú í bréfi yðar, þar sem
hver rangfærslan og útúrsnúningurinn
öðrum verri er í frammi hafður, og
ummæli, sem hvergi standa í greinum
mínum, en slitin úr samhengi úr óskyld-
um ritsmíðum, eru jafnvel gerð að uppi-
stöðu í heilum köflum bréfs yðar.
Um „spádóma Dagrenningar“ ætla
ég ekki að deila við yður. Þeir eru
auðvitað ófullkomnir sumir, eins og öll
mannanna verk eru. Nokkrir þeirra
hafa rætzt, en aðrir ekki, og það er
gjörsamlega tilgangslaust að ætla sér að
sannfæra mann, sem er fyrirfram
ákveðinn í þvi að láta ekki sannfærast,
eins og þér eruð, um það hvað sé þar
rétt og hvað rangt. Hitt vil ég reyna, að
leggja öll aukaatriði til hliðar og gera
mér og öðrum grein fyrir aðalatriðun-
um í deilu okkar, en það eru auðvitað
þau, sem skipta mestu máli.
SPÁDÓMSRIT BIBLÍUNNAR.
Hið fyrsta, sem okkur greinir á um,
er skilningur á spádómsritum Biblíunn-
ar. Þér haldið því fram, að þau séu
yfirleitt ekki spádómar um ókomna at-
burði. Þér segið orðrétt: „Guð hefir
ekki sagt mannkynssöguna fyrirfram.
Það var ekki köllun spámanna hans að
gera það. Guð flutti fyrir munn þeirra
fjölmargar viðvaranir, sem urðu áþreif-
anlegur veruleiki, þegar þeim var ekki
sinnt.“ Þér segið ennfremur: „Guð
hefir ekki rakið söguna fyrirfram í
stórum dráttum í orði sínu þannig, að
vér getum tímasett aðvaranir hans og
fyrirheit og reiknað út, hvar komið sé
þróun hennar og hvað sé framundan.“
Þetta eru yðar óbreytt orð og hvergi
slitin úr samhengi né brengluð. Þessi
ummæli yðar skil ég á þann veg, að
þér hafnið spádómum Biblíunnar sem
raunvendegum spádómum, en teljið þá
aðeins vera, eins og þér segið sjálfur:
„viðvaranir, sem urðu áþreifanlegur
veruleiki, þegar þeim var ekki sinnt“.
Um þetta er ég alveg á gagnstæðri
skoðun. Ég lít á spádómana sem guð-
lega opinberun um ó>komna tíma og
ókomna atburði, sem enginn nema al-
máttugur Guð geti sagt fyrir. Ég er
hér á nákvæmlega sömu skoðun og
fræðimaður sá, sem ég vitnaði til í
fyrri grein minni, Clarence Larkin, sem
segir: „Spádómur er sagan rituð fyrir-
fram og sannar fyrirfram vitneskju
Guðs um alla hluti.“ Að þetta sé svo,
sannaði ég beinlínis í fyrri grein minni
með því að sýna fram á að fjöldi spá-
dóma í Biblíunni hefir rætzt. Spádóm-
arnir um Krist, þeir, sem við enn skilj-
um, hafa t. d. allir rætzt og rætzt bók-
staflega. Samtíðarmenn Krists sáu
þetta ekki né skildu, ekki einu sinni
lærisveinar hans. Farísearnir og fræði-
mennirnir, sem þóttust vita alla hluti,
svipað og þér þykist vita þá nú, skildu
þetta allra manna sízt, og það voru þeir,
sem þess vegna fengu í hendur það
sögulega hlutverk að láta krossfesta
Krist, til þess m. a. að spádómarnir
þar um skyldu rætast. í bréfi yðar leið-
ið þér það hjá yður að rökræða þessa
hlið málsins. Þér segið: „hinar mörgu
tilvitnanir yðar í Biblíuna, er lúta að
því atriði, missa marks og eru út í
14 DAGRENNING