Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 44

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 44
með þeim afleiðingum að milljónir innar. En hún hefir brugðizt sorglega, yngri kynslóðarinnar hafa aldrei kom- ið í kirkju, og lifa lífi sínu án Guðs, án Krists og án nokkurrar kristindóms- fræðslu. Guð gefi kirkjunni náð til að vakna af dvalanum. Hljómlistin ber einnig merki niður- lægingarinnar. Hún hefir úrkynjazt frá tímum Beethovens, Chopins og annarra meistara, til hins andstyggilega „boogy- woog.v“ vorra tíma. Nútíma jass er upprunninn meðal hottentotta í Afríku. Málaralistin er einnig á úrkynjunar- leið. Sá, sem getur málað mesta skrípa- verkið, er álitinn mesti listamaðurinn. Um aðrar listir er svipaða sögu að segja. Myndskreyttu vikuritin, sem milljón- ir unglinga drekka í sig, eru full af afbrotasögum og kynferðislegum við- bjóði. Stjórnarvöld okkar gera sorg- lega lítið til að vinna bug á þessum óþverra. Vikulega horfa milljónir æskufólks á HollyAvood kvikmyndaframleiðslu vora. Börn okkar eru í sannleika sagt „bíó- sjúk“. Einhver mesti bölvaldur okkar er ekki kvikmyndin í sjálfu sér, heldur í hvers þjónustu hún er notuð af hin- um óguðlegu, kynferðisbrjáluðu og and- setnu peningahákörlum í Hollywood. Fyrir nokkrum árum var byrjað að sýna kvikmyndir á messutíma á sunnu- dögum. Kirkjusókn minnkaði um mörg þúsund. Að nokkru leyti átti kirkjan sök á þessu, því að hún hafði ekki upp á betra að bjóða en formsatriði, helgi- siðaheimspeki og bókakynningar. Þú munt kannske segja: „En efnis- lega hafa orðið stórkostlegar framfar- ir.“ New York borg hefir fleiri síma en allt Stóra-Bretland. Við höfum fleiri hjálpartæki og þægindi en öll önnur lönd í veröldinni samanlagt. Við höf- um fundið upp atóm-sprengjuna og gert fleiri uppgötvanir á sviði atóm- vísindanna en nokkur önnur þjóð. Einn af vísindamönnum okkar lét svo ummælt nýlega: „Heimurinn myndi ganga af göflunum, ef hann vissi að hverju amerískir vísindamenn starfa í rannsóknarstofum sínum.“ Sér þú hættuna? Félagslega og andlega fer okkur aftur um leið og við sækjum fram efnislega. Við höldum ekki leng- ur jafnvæginu. Okkur miðar áfram á sama tíma og við stefnum í öfuga átt. Ég er í vafa um að við í raun og veru höfum sótt fram á leið efnislega. Á sviði rannsókna og vísinda höfum við sennilega náð lengst í atóm-fræðum og fluglist. En til hvers höfum við not- að kunnátta okkar og lærdóm? Ekki fyrst og fremst í friðsamlegu augna- miði, fremur til eyðingar ýmissa þjóð- menninga, sem við ætlum okkur svo að byggja á nýjan og betri heim. Einn af okkar fremstu mönnum sagði fyrir skömmu: „Við erum flækt- ir í neti siðmenningar, sem hefir verið gerð vitstola af þúsundum illra afla, og virðist eiga þá einu ósk að tortíma sjálfri sér. Satt að segja lítur forsíða allra dagblaða út eins og hrein vitfirr- ing.“ Forseti The British Board of Trade sagði nýlega: „Ég held að þjóðir heims- ins hafi ekki gert sér ljóst, hvað atóm- sprengjan þýðir fyrir framtíðina. Það er heimska ein að halda að hún verði varðveitt sem eitthvert leyndarmál. Ef ný styrjöld brýzt út eftir svo sem tíu ár eða seinna, mun siðmenning okkar verða þurrkuð út. Styrjöld er örugg leið til þjóðlegs og alþjóðlegs sjálfs- morðs.“ D. R. Davies upplýsir, að það hafi 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.