Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 25
voru gefin, í „andleg“ fyrirheit til „andlegs lsraels“ vitnið þér til postul- anna Páls og Péturs. En þér gleymið því, að Páll postuli segir: „Hefir Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því, því að ég er líka ísraels- maður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. Guð hefir ekki útskúfað lýð sínum, sem hann fyrirfram þekkti (Rómv. 11. 1—2). Guð hafði ekki útskúfað lýð sínum á dögum postulanna og hann hefir held- ur ekki útskúfað honum enn í dag. Það eru guðfræðingarnir, sem hafa útskúf- að ísrael og búið til „andlegan“ ísrael í hans stað, en slíkt athæfi á enga stoð neins staðar í Biblíunni. Samkvæmt orðum Biblíunnar kom Kristur til að endurleysa og frelsa hið fallna mannkyn, svo að „hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi ei- líft líf“. Þetta gerðist við fyrri komu Krists og þetta fyrirheit nær til allra manna, jafnt litaðra kynflokka sem hvítra manna, og allir, sem á Hann trúa eru „söfnuður“ Hans. En þegar Kristur kemur hið annað sinn — því að „þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara“ (Post. 1. 11), — mun Hann endurreisa „ríkið handa ísrael“. Ekki sem „andlegt" ríki á ,,himnum“, heldur sem jarðneskt ríki, sem „aldrei skal á grunn ganga“. Þetta í'íki er „ríki steinsins", sem sagt er frá í draumi Nebúkadnesars í Daníelsbók. Það er hrein fjarstæða að halda því fram, að Gyðingum hafi ekki verið kunnugt um það á dögum Jesú, að hin- ar tíu ættkvíslir ísraels væru enn til. Meira að segja er eitt bréfið í Nýja testamentinu beinlínis skrifað til þess- ara ættkvísla. Það er hið almenna bréf Jakobs. Það byrjar svona: „Jakob, þjónn Guðs og Drottins Jesú Krists, heilsar þeim tólf kynkvíslum í dreifing- unni.“ Jósefus segir, að þær hafi þá verið „fyrir austan Efrat“ og verið „geysi fjölmennar“. Til þeirra fóru postularnir og sendiboðar þeirra og boðuðu þeim Krist. Það eru meira að segja til all-áreiðanlegar heimildir fyr- ir því, að Páll hafi farið til Bretlands, og það má telja alveg sannað mál, að Jósef frá Arimatheu hafi flúið til Bret- lands og boðað kristni þar í landi, og hann sé sá, sem þar grundvallaði fyrst- ur kristinn söfnuð. Öllu þessu reynir kirkjan að eyða, því að hún vill láta líta á sig sem „andlegan ísrael“. Ég leyfi mér að telja það með öllu órökstudda fullyrðingu, er þér hald- ið því fram, að Kristur hafi, er hann tók sér hina tólf postula, gert það til þess að sýna, „að sögu hinna tólf ætt- kvísla væri lokið og ný saga — saga . .. hins nýja ísraels, hafin“. Á þetta er ekki minnzt einu orði neins staðar í guðspjöllunum. Hins vegar segir Krist- ur ótvírætt að postularnir eigi „að dæma hinar tólf ættkvíslir ísraels", og sumar þýðingar Biblíunnar (Moffat og Ferrar Fenton) þýða þetta: „stjórna (ríkja yfir) hinum tólf ættkvíslum ísraels". Hér eru það enn hinar tólf ættkvíslir Israels, sem um er talað af Kristi sjálfum, svo að ekki er ætlun hans hér að sundra þeim — láta sögu þeirra vera lokið. ER KIRKJAN „ANDLEGUR ÍSRAEL“? Greinar yðar verða ekki skildar á annan veg en þann, að kirkjan sé hinn „andlegi ísrael“, sem þér talið um, og tekið hafi við af hinum raunverulega Israel. Frá mínu sjónarmiði er þetta DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.