Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 23
ÍSRAEL.
Ég skal strax taka það fram, að mér
finnst mest til um þann kafla bréfs
yðar, sem fjallar um ísrael. Það er
ekki fyrir þá sök, að þar fari saman
skoðanir okkar, heldur vegna hins, að
um það atriði getum við rökrætt. Þar
setjið þér fram ákveðna skoðun og fær-
ið fyrir henni rök, sem sjálfsagt er að
athuga nánar.
Þér segið:
„Hlutverk Israelsþjóðarinnar var að-
eins eitt: Að undirbúa komu Krists og
fæða hann af skauti sínu, þegar fyll-
ing tímans kæmi. Þar með var mark-
miði þeirrar útvalningar náð og sér-
stöðu hennar lokið, köllun hennar síðan
söm og allra annarra þjóða: Að ganga
fyrirheitnum Drottni á hönd. Og nú
var stofnaður „nýr sáttmáli" — nýr
ísrael var kallaður og útvalinn, ekki
holdlegir niðjar Abrahams, heldur
„niðjar fyrirheitisins", þ. e. þeir sem
ganga Kristi á hönd af hverri þjóð og
hverjum hörundslit".
Og þér segið ennfremur:
„Þegar Jesú kallar tólf postula, þá
er það engin tilviljun, heldur merki um
það, að sögu hinna tólf ættkvísla sé
lokið (Lbr. hér.) og ný saga hafin,
saga hins nýja testamentis, hins nýja
sáttmála, hins nýja Israels. Þaðan af
er útvalningin ekki bundin blóði né
holdi Abrahams né hinna tólf sona
Jakobs. Hinn nýi sáttmáli er „í blóði“
Krists, hann er þeirra eign, sem til-
einka sér fórnardauða hans, eru „í
Kristi“.
Og loks segið þér:
„Það Guðsríki, sem hann (þ. e. Krist-
ur) boðar er andlegt ríki ekki af þess-
um heimi. (Lbr. hér.) Fyrirheitin um
Landið helga, Jerúsalem og ísrael eru
þaðan í frá aðeins tákn (Lbr. hér.) and-
legra og eilífra staðreynda alveg eins
og hin mörgu fyrirheit um hásæti Da-
víðs og ævarandi konungdóm Davíðs
ættar.“ ‘
Þetta eru allt yðar eigin orð og
hvergi úr lagi færð eða neinu því sleppt,
sem breytt geti meiningu eða skilningi.
Þessar skoðanir eru sennilega hið
viðurkennda viðhorf kirkjunnar til
þessara mála, og þó að ég sé þar í
verulegum atriðum á annarri skoðun,
virði ég fullkomlega þetta viðhorf, en
mun nú leitast við að sýna fram á að
það fær ekki staðizt fyrir dómstóli
Biblíunnar og reynslunnar.
JÚDA VAR „HELGIDÓMUR" GUÐS,
EN ISRAEL „RÍKI“ HANS.
„Hlutverk ísraelsþjóðarinnar var að-
eins eitt,“ segið þér, „að undirbúa komu
Krists og fæða hann af skauti sínu,
þegar fylling tímans kæmi.“
Um að það hafi verið meginhlut-
verk hinnar útvöldu þjóðar Guðs, að
„undirbúa komu Krists og fæða hann
af skauti sínu, þegar fylling tímans
kæmi“, greinir okkur ekki á. Um
hitt erum við hins vegar ekki sam-
mála, að það hafi verið eina hlutverk
Israelsþjóðarinnar. Skal ég nú skýra
minn málstað að því er þetta atriði
snertir.
Mönnum gleymist það oft, þegar þeir
ræða um Israel, að það var Guð sjálf-
ur, sem greindi ísraelsþjóðina sundur
í tvö ríki, Ísraelsríki og Júdaríki, eins
og segir í I. Konb. 12. 24: „að minni
tilhlutun er þetta orðið“. Og menn
gleyma því einnig, að þessi skipting
var fyrirfram ákveðin af Drottni og í
alveg ákveðnum tilgangi. I 114. sálmi
Davíðs segir: „Þegar Israel fór út af
DAGRENNING 17