Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 39
stórvelda fortíðarinnar. Þetta eitraði líka Rómaveldi, þar til það hrundi til grunna árið 410 e. Kr. Hvar voru hinar stoltu liðsveitir? Hvar voru hinar öfl- ugu víggirðingar? Hvar voru hinir snjöllu hershöfðingjar? Þeir stóðu ráð- yítnisburSar Fyrir nokkrum mánuðum var ég í heimsókn hjá frú J. W. Van De Venter á hinni fögru Flórída. Þar sem við sát- um á svölum húss hennar og röbbuðum saman, kom ég auga á eyðilagt hús í nágrenninu. Það leit út fyrir að eng- inn hefði búið í því um langan tíma. Ég minntist á, að þetta væri einkenni- legt í öllum húsnæðisvandræðunum. Þá sagði hún mér eftirfarandi: „Þetta hús hefur staðið autt í mörg ár. Sterkur stormsveipur gæti feykt því um koll. Hvítmaurinn hefir étið upp innviði þess og byggingin getur fallið saman hve- nær sem er.“ Mig furðaði ekki, þótt eitt- hvað svipað væri sagt um þjóðir sam- tíðarinnar. FrakJcland. Fyrir nokkrum vikum stóð ég á hæð nokkurri með útsýn yfir alla París. Sól- in var að síga í vestri og kvöldrökkrið færðist yfir. í fjarlægð gat ég greint St. Pálskirkjuna. Hægra megin við mig teygði Effelturninn sig upp úr ljóshaf- inu. Ljósadýrðin jókst smátt og smátt og hin fræga Parísarnótt nálgaðist óð- fluga. Hugur minn reikaði aftur til árs- ins 1940, þegar liðssveitir Hitlers þrömmuðu niður aðalgötu Parísar — Champ Elysées — að Sigurboganum. Frakkland var sigrað smánarlega. Frakkland var ein af forustuþjóðum heims eftir fyrri heimstyrjöldina. Það átti vígreifasta her Evrópu og einn þrota andspænis hræðilegum átökum syndarinnar. Þeir voru eins og flugur í köngulóarvef. Undirstöðurnar, sem höfðu gert Róm sterka og volduga, voru sundurétnar af átumeini syndarinnar. nútíSarínnar. ágætasta sjóher veraldar. Ríki þess teygði sig um allan hnöttinn og Frakk- ar áttu vini beggja megin Atlantshafs. Framar öllu voru Frakkar öruggir að baki Maginot-línunnar, sem talið var fullkomnasta varnarvirki, sem mann- kynssagan kann að greina frá. Frakk- land var ósigrandi. Ánægðir með sjálfa sig lifðu París- arbúar við sukk og svall. Þeir dönsuðu, átu og drukku og voru glaðir. „Hin glaðværa París“ var heimsborgin, sem dró til sín aðalsfólk, ævintýramenn, fjárhættuspilara, eiturlyfjasmyglara og skækjur. Fólk, sem vildi svalla ærlega, hélt því til Parísar. Þar dafnaði slík siðferðileg spilling og gjálífi, að annars eins getur vart í sögunni síðan á dög- um Sódómu og Gómorru. „Syndin er þjóðanna skömm. Laun syndarinnar er dauðinn,“ segir Guðs orð. Gat Frakk- land lifað slíku lífi til lengdar án refs- ingar? Ómögulega. Ekki fremur en hlé- barðinn getur þvegið af sér flekkina. Dagur reikningsskilanna hlaut að nálg- ast. Frakkland hafði gleymt Guði. Guð- leysið ríkti. Guðsafneitunin var sett í hásætið. Frakkar höfðu ekki tíma til að hugsa um Guð: Þeir voru í önnum — holdlegar þarfir og peningarnir áttu tíma þeirra. Svo kom innrásin yfir Niðurlönd, árásin á Maginot-línuna og innreið brynvarinna herdeilda í Frakkland, — hið guðlausa Frakkland féll, og fékk DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.