Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 43

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 43
mennirnir þróuðust í áttina til apanna. Þróunarkenningin stefnir þá leiðina. í stað þess að þroskast og fullkomn- ast, hafa mennirnir úrkynjazt andlega, sálarlega og líkamlega. Þjóðinni hrak- ar félagslega. Og þó kenna steinblindir kennarar nemendum sínum, sem gleypa allt hrátt, þá falskenningu, að þróunin miði stöðugt til fullkomnunar og vér séum stöðugt á upp leið og brátt muni birta af nýjum degi. Andlega höfum vér fjarlægzt trú feðra vorra. Trú feðranna lifir ekki lengur í brjóstum okkar. Amerískur ríkisstjóri hefir sagt: ,,Þjóð vor er sjúk, af því að við höf- um gleymt Guði. Lýðræðið getum við aðeins verndað með andlegum styrk þjóðarinnar, og þörf okkar fyrir and- legt líf er meiri en nokkru sinni fyrr.“ Engin þjóð, sem kastar frá sér Biblí- unni, fyrirlítur kærleika Guðs og hæð- ist að boðum Galíleans, fær lífi haldið. Er það ekki rétt, að trúarlífið sé í niðurlægingu? Færri en 5 af hundraði sækja guðsþjónustur á sunnudögum. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Leið- togi kristilegs félags í bæ, sem talinn er hafa ágæta kirkjusókn, sagði mér fyrir nokkru, að um það bil 85% safn- aðarins stigi aldrei fæti sínum inn fyr- ir kirkjudyr. Á síðustu 10 árum hefir 10 þúsund kirkjum verið lokað. Er hér allt með felldu? Er ekki einhvers stað- ar brotalöm, þegar sjö þúsund kirkjur geta ekki skýrt frá sáluhjálp eins ein- asta manns á síðasta ári? Það segir okkur, að sjö þúsund prédikarar töl- uðu í heilt ár, án þess að vinna eina sál fyrir Krist. Til þess að taka ekki of djúpt í árinni, getum við áætlað, að þessir menn hafi talað 40 sunnudaga, að meðaltali, fyrir utan allar aðrar samkomur. Þetta gerir 560 þús. pré- dikanir á einu ári. Hugsið ykkur allt það starf og þann kostnað, sem hér liggur að baki. Þrátt fyrir allt, megn- uðu ekki 560 þúsund prédikanir, flutt- ar af sjö þúsund prestum, í sjö þús- und kirkjum, að færa eina einustu sál til Frelsara síns. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þessa sjö þús- und presta eða prédikanir þeirra. Kannske hvorttveggja. John Wesley sagði: „Einasta við- fangsefni kirkjunnar er að vinna sálir. Verið því stöðugir í því starfi. Það er ekki þitt að ákveða ræðufjölda þinn, heldur að vinna eins margar sálir og þér er mögulegt, og snúa eins mörgum syndurum til afturhvarfs og þér er unnt.“ Þúsundir þessara presta neita að Biblían sé Guðs orð. Þúsundir þeirra manna, sem í dag standa í prédikunar- stóli kirkjunnar, lugu, þegar þeir gáfu prestsvígsluheit sitt. Þeir afneita frið- þægingu blóðsins, þeir afneita meyjar- fæðingunni, þeir afneita líkamlegri upprisu Jesú Krists, þeir afneita út- skúfunarkenningunni. Nokkur hluti kirkjunnar er fallinn í afneitun, annar hluti hefir sokkið í deyfð, hirðuleysi og kaldan, formlegan rétttrúnað, og þriðji hlutinn hefir snúizt til svonefnds „ultra-fundamentalisma", en viðfangs- efni hans er ekki það, að berjast gegn heiminum, holdinu og djöflinum, held- ur gegn kristnum mönnum, er fylgja öðrum trúarskýringum. Þannig hefir kirkjan misst mátt sinn. Turnar helgi- dóma okkar teygja sig til himins, en þær milljónir, sem við notum árlega til kristilegs starfs, hafa minni áhrif á þjóð vora en nokkru sinni fyrr í sög- unni. Kirkjan ætti að semja frið. Kirkjan ætti að taka sér stöðu í forustu þjóðar- DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.