Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 17
r----------------------------------------------------------------------n Verður Frakkland næsta fórnarlamkið? Á Genfarfundinum 1955 — fundi æðstu manna stón eldanna — misstu Frakkar öll yfirráð landsvæða þeirra í Austur-Asíu (Wiet-Nam og Wiet-Min o. fl.), sem þeir til þess tíma höfðu ráðið. Þeir hafa og veitt Marokko og Túnis sjálfstæði og nú er röðin komin að Alsír. Upplausn hins franska stór- veldis fer nú fram með meiri hraða en menn geta fullkomlega gert sér grein fyrir. Heima fyrir skapa þessar öru breytingar upplausnarástand, sem getur orðið örlagaríkt fyrir Evrópu og heimsfriðinn, ef sama heldur áfram. Á það hefur verið bent áður í þessu riti, að líklegt sé, að í Frakklandi verði fyrstu alvarlegu árekstrarnir þegar líða fer að endalokum þessa tíma- bils. Og sjaldan hefir aðstaðan öll í frönskum stjórnmálum verið verri en nú, og ástandið alvarlegra. Stefna Sovétríkjanna eftir Genfarfundinn 1955 hefur verið sú, að koma sem nánustu samstarfi á milli kommúnista og jafnaðarmanna í hinum ýmsu löndum. Þeir hafa leyft kommúnistaflokk- unum að „leysa sig upp“, skipta um nöfn og ganga í hin svonefndu alþýðu- bandalög með jafnaðarmönnum og öðrum borgaralegum flokkum. Ástand- ið í stjórnmálum Frakklands er nú orðið slíkt að bráðlega má gera ráð fyrir að þjóðin skiptist í tvær andstæðar fylkingar, þar sem annarsvegar verð- ur hálf-kommúnistískt alþýðubandalag en hinsvegar lýðræðissinnaðir borg- araflokkar. I fréttum frá París segir t. d. hinn 10. marz s.l. á þessa leið: „Fréttamenn segja ástandið í stjórnmálum Frakklands nú svo slæmt, að menn séu farnir að tala um byltingu í fullri alvöru. Benda þeir á, að ef ástandið batni ekki geti svo farið, að jafnaðarmenn og kommúnistar taki höndum saman í alþýðubandalagi og steypi stjóminni. Ef til þessa kemur er De Gaulle eini maðurinn, sem getur komið í veg fyrir algjört valdarán vinstri aflanna.“ Ástandið í Alsír sýnir vel aðferðir kommúnismans. Talið er að upp- reisnarmenn þar séu ekki nema 30—40 þúsund að tölu. Þeir em vel vopn- aðir rússneskum og tékkneskum vopnum sem koma um Túnis frá Egypta- landi og þeir em þjálfaðir þar og í Sovétríkjunum í „skæmhemaði“ sem svo er nefndur, en það er skipulögð morða- og glæpastarfsemi. Hinsvegar hafa Frakkar um hálfa milljón hermanna í Alsír og em þeir þar aðal- lega til að vernda borgarana fyrir skæruliðum, sem hafa hvað eftir ann- að ráðizt inn í vamarlaus þorp og drepið alla íbúana. Það er merki- legt að til skuli vera menn í Vestur- og Norður-Evrópu sem kalla það þjóðemisbaráttu sem fram fer í Alsír. Fyrir skæmliðasveitunum vakir ekki að koma á fót frjálsu og sjálfstæðu ríki í Alsír. Þeir eru aðeins þjónar V----------------------------------------------------------------------- DAGRENNING II

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.