Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 28
„andlegan ísrael“, sem mér sýnist þá helzt hljóti að vera rómversk-katólska kirkjan. Auðvitað er slíkt hrein fjar- stæða. Það, sem spádómurinn á við, er það, að eftir miklar þrengingar muni „ísraels hús“ — hin forna ísraelsþjóð — öðlast þann skilning á „lögum Guðs“, að hún beri þau í „hugskoti“ sínu og „hjarta“, m. ö. o. fari eftir þeim í lífi sínu og starfi. „Þú ert þjónn minn ísrael, sá er ég mun sýna á vegsemd mína,“ segir Drottinn. Og ennfremur: „Það er of lítið fyrir þig að vera þjónn minn, til þess að endurreisa ættkvíslir Jakobs og leiða heim aftur þá, er varðveitzt hafa af ísrael; fyrir því gjöri ég þig að Ijósi fyrir þjóðirnar, svo að þú sért mitt hjálpræði til endimarka jarðarinnar.“ Saga ísraels er margsögð fyrirfram í spádómum Biblíunnar: Honum skal sundrað og dreift meðal þjóðanna til þess að fága hann og skíra í eldi reynslu og þjáninga. Eftir langan tíma (1260 ára útlegð) skyldi hann finna stað á „fjarlægum eylöndum“ og þar skyldi hann vaxa upp á ný og verða aftur Guðs þjóð. Allt þetta hefir gerzt. Og það, sem enn á eftir að gerast, er það, að þessar þjóðir, sem byggja ey- lönd og útskaga enn í dag, eiga eftir að þekkja uppruna sinn og viðurkenna hann og verða færar um að vera kjarn- inn í hinu nýja ríki Krists, er hann stofnar við endurkomu sína. Þetta allt hefi ég margrakið í skrifum mínum í Dagrenningu og víðar og þarf tæpast að endurtaka það hér yðar vegna. ★ Eins og flestir aðrir fræðimenn hafn- ið þér óhugsað kenningunni um, að hin- ar vestrænu lýðræðisþjóðir séu hinar týndu ættkvíslir fsraels. Þessu hafnið þér án þess að færa önnur rök fyrir en axlayptingar og „indignasjón“, eins og eru venjuleg rök þeirra, sem halda að þeir viti allt og nenna ekki að kynna sér ný viðhorf. Þetta er þó atriði, sem vel mætti rökræða, og ég hefi sýnt lit á að reyna það. Málið er nefnilega svo einfalt, að jafnvel „fræðimenn“ ættu að geta skil- ið það. Við þekkjum enn í dag eina ættkvísl fsraels — Júdaættkvíslina, Gyðingana —, sem, þó að blandaðir séu, eru enn að megin stofni þessi forna ættkvísl ísraels. Hinar voru herleidd- ar til héraðanna í Litlu Asíu sunn- an og vestan Kaspíahafs og voru þar „geysifjölmennar“ á Krists dögum, eins og Jósefus, sagnaritari Gyðinga, segir. Hvar eru nú þessar ættkvíslir? Þær hafa ekki dáið út. Fornar sagnir herma, að þær hafi lagt leið sína til Evrópu og búið um skeið vestan Svarta- hafs og nefndust Gotar — sem þýðir Guðs þjóð —, en það er einmitt nafnið á hinum forna ísrael. Síðar sundruð- ust ríki Gota og leystust upp í smáríki og flakkandi þjóðabrot. Vér vitum nú, að afkomendur þessara þjóðabrota byggja Vestur- og Norður-Evrópu, eitt- hvað blandaðir þeim þjóðflokkum, sem þar voru fyrir. Þessum augljósa sann- leika hafnið þér og sálufélagar yðar, en teljið yður trú um, að ýmis konar villu- kenningar katólskrar kirkju og hennar sagnameistara séu réttari. Þér rann- sakið þetta ekkert sjálfur, en takið at- hugasemdalaust gild þessi augljósu villuvísindi. Ég ræð yður eindregið til að endur- skoða þessa afstöðu yðar. Það gæti orð- ið Guðs kristni til mikils stuðnings, ef mikils metinn háskólakennari og upp- fræðari prestaefna öðlaðist réttan skilning á þessu mikilvæga, sagnfræði- lega atriði. 22 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.