Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 40
blett á heiður sinn, blett, sem taka mun nokkrar kynslóðir að má burtu. Ég segi enn: Það voru ekki Þjóðverjar, sem sigruðu Frakka. Syndin hafði unnið sitt starf, áður en Þjóðverjar heilsuðu Sig- urboganum. Þýzkaland. Þýzkaland hefir lengi verið talin menningarmiðstöð heimsins. Þýzkir há- skólar hafa verið álitnir þeir beztu í heimi. Þýzkir vísindamenn, þýzkir efna- fræðingar og þýzkir hljómlistarmenn voru hinir beztu í heimi. Þýzkaland var föðurland siðbótarinnar. Þýzkaland Marteins Lúthers, Þýzkaland Goethes og Schillers, Þýzkaland Wagners var þekkt um allan hinn menntaða heim sem land, er hafði Guð í hávegum og bar lotningu fyrir Biblíunni — og menningin blómgaðist. En hinir mennt- uðu Þjóðverjar einsettu sér að reka Guð á dyr. Tízkustefnan (modernism- inn) gróf um sig í kirkjulífinu, Biblíu- gagnrýnin varð aðalviðfangsefni guð- fræðinganna, guðleysið náði undirtök- unum meðal pólitískra leiðtoga. Þýzka- land ofurseldi sig hatri, ránum, morð- um, dýrsæði. Gat Þýzkaland lifað þetta af? Gat það stjórnað heiminum með morðum, lygum, svikum, Gyðingahatri, guðleysi og spillingu? Nei, ómögulega. „Laun syndarinnar er dauðinn." „Synd- in er þjóðanna skömm.“ — Áður en Rússar náðu Berlín og áður en Banda- ríkjamenn og Englendingar höfðu kom- izt til Ruhr, var Þýzkaland þegar fallið vegna guðleysis síns og innri rotnunar. Bandaríkin. Sagt hefir verið: „Evrópumenn komu til Suður-Ameríku í leit að gulli, en til Norður-Ameríku til að leita Guðs.“ Ameríka hefir verið land trúfrelsis- ins, ríki byggt á lögum og rétti, en land trúvakninganna, og grundvöllur þess hefir verið Biblían. Á síðasta tvö hundr- uð ára áfanga hafa leiðtogar okkar sannfærzt um gildi þessara ritningar- orða: „Hásætið staðfestist fyrir rétt- læti.“ (Orðskv. 16, 12). Þegar Georg Washington kraup á kné í snjónum við Valley Forge í bæn til Guðs um hjálp, fékk hann að sjá framtíð okkar volduga lýðveldis í guð- dómlegri opinberun og vitrun. Ef þetta nýskapaða ríki átti að byggjast á ör- uggum grundvelli, varð það að treysta á réttlætið, en ekki reiða sig á styrk hers og flota, ekkert slíkt hafði Wash- ington. „Ekki með valdi né krafti, held- ur fyrir anda minn,“ segir Drottinn, og það var sá sannleikur, sem Göorg Washington byggði á. Á þjóðarsamkomu í Fíladelfíu voru eitt sinn mættir fulltrúar 13 nýlendna, er allir voru svo kreddubundnir, að ekki var mögulegt að hnika þeim um hársbreidd. Eftir nokkurt þóf og um- ræður ákváðu þeir að halda heim og stofnsetja 13 sjálfstæð ríki. Þá reis Benjamín Franklín úr sæti og sagði: „Ég er orðinn gamall, en því eldri sem ég verð, sannfærist ég betur um, að Guð stjórnar rás viðburðanna. Ef ekki einn spörfugl fellur til jarðar án vit- undar hans, er þá mögulegt að ætla, að ríki geti risið án hans hjálpar? „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smið- irnir til ónýtis.“ Án aðstoðar hans mun okkur ekki takast betur en þeim, sem byggðu Babelsturninn.“ Á eftir ræðu hans var haldin bænasamkoma, og á eftir bænasamkomunni varð stjórnar- skrá Bandaríkjanna til. Árið 1812 kunngjörði James Madison forseti, að þriðji þriðjudagur í ágúst skyldi fram- 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.