Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 46

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 46
hönd Drottins er ekki svo stutt, aS hann geti ekki hjálpað,“ segir spámaðurinn, „en það eru misgjörðir yðar, sem skiln- að hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.“ (Jes. 59, 1—2). Syndin er brennimark, og Guð mun ekki uppfylla loforð sín um guðdómlegan styrk, fyrr en við sem einstaklingar og þjóð snú- um baki við því illa. Amerískur þingmaður fullyrti fyrir nokkru: „Flest okkar vandamál hafa skapazt vegna þess, að við höfum gleymt trú feðra vorra, og fetum ekki í fótspor Drottins." Það er eitt af grundvallarboðum Guðs, að vér uppskerum eins og vér sáum. „Laun syndarinnar er dauðinn." „Sú þjóð, sem syndgar, skal deyja.“ „Ég deyddi æskumenn yðar með sverði. .... og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn.“ Guð talaði ljóslega til okkar í síðasta stríði, en við höfum gleymt þeim, sem féllu í stríðinu.. Við höfum gleymt rödd Drottins, og fljótum nú sofandi að feigðarósi. Guð gefi að við fáum snúið við áður en það er of seint. í sinni frægu hvatningu um þjóðlegt afturhvarf, sagði Abraham Lincoln: „Við höfum gleymt Guði. Hin hræði- lega óhamingja styrjaldarinnar, sem nú leggur landið í auðn, er refsing Guðs.“ Jeremía sá fyrir afdrif þjóðar sinn- ar, að Babyloníumenn mundu bera sig- ur af hólmi, en á örlagastundinni hvatti hann samt þjóðina til að snúa sér til Guðs, augliti til auglitis við innrásar- herinn. Sagt hefir verið: „Stöðug árvekni er endurgoldin með frelsi. Þjóðarvakn- ing er okkur lífsnauðsyn. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að vakning sé í aðsigi. 1. Sterkar hreyfingar innan margra kirkjufélaga og kristilegra sam- taka, og boðun fagnaðarerindisins meðal barna, hefir Guð notað til að vinna þúsundir fyrir Krist. 2. Ýmis leikmannasamtök vinna nú geysimikið starf í þágu nýrrar þjóðvakningar. 3. Kristilegar útvarpsstöðvar og ýmis önnur útvarpsdagskrá end- urnærir þjóðina eins og dögg með dýrðlegu trúboði um Jesú Krist. Þær útvarpsstöðvar, sem eru í þjónustu trúboðsins frá morgni til kvölds, eru máttug verkfæri í hendi Guðs til að vekja þjóðina og leiða hana á veg réttlætisins. 4. Biblíu-ráðstefnur og Biblíu-tjald- búðir rísa upp víðs vegar og kynna fagnaðarerindið fyrir þúsundum manna hvert sumar. 5. Nýir kristilegir Biblíuskólar bæt- ast 1 hópinn og þeir eldri auka starfssvið sitt. 6. Hin volduga hreyfing, „Krists- æskan“, geysar um löndin og heldur risavaxnar vakningasamkomur, er draga að sér þúsundir manna. 7. Amerískir trúboðar hafa bundizt samtökum um að sveifla sverði Drottins í stórborgum álfunnar til boðunar fagnaðarerindisins. — Ég leyfi mér að halda því fram, að þetta séu teikn, sem benda til að voldug vakning sé í nánd. Eins og prestur Fyrstu öldungakirkj- unnar í Cheyenne, Wyoming, sagði ný- lega: „Það getur hugsazt að við séum mitt í vakningu, þótt við gerum okkur ekki grein fyrir því.“ Það getur verið, en ég efast um það. 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.