Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 24

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 24
Egyptalandi,----------varð Júda helgi- dómur hans, Israel ríki hans.“ Júda varð ,,helgidómur“ Drottins. Af þeirri ættkvísl voru síðan konungar Israels, meðan það var óskipt ríki, og æ síðan í Júdaríki allt til endiloka þess, og af þessum helgidómi fæddist Jesús Krist- ur, Frelsarinn. — Þá var hámarki þess hlutverks náð, sem Júda var ætlað. En fsrael — hinar ættkvíslirnar allar — voru ekki helgidómur, heldur „ríki“ Drottins, og það ríki er enn ekki kom- ið. Þeim var dreift meðal þjóðanna til þess að þær skyldu við þrautir og þján- ingar öðlast nýjan skilning á hlutverki sínu. Þeim verður aftur safnað saman í nýtt ríki, sem ennþá er ekki fullmynd- að, en er nú að myndast, þó að blindir leiðtogar sjái það ekki. En eins og Guð lét fyrirheitið um komu Frelsarans rætast, svo mun hann og láta fyrirheit- ið um stofnun ríkis síns rætast. Því eins og það reyndist rétt og satt og kom fram, sem Kristur sagði, er hann talaði við lærisveinana í síðasta sinn: „að rætast ætti allt það, sem ritað er í lögmáli Móse, spámönnunum og sálm- unum um mig,“ svo mun það og allt rætast, sem þar er ritað um ríki Drott- ins — ísrael —, þegar fylling þess tíma er komin. Með fyrri komu Krists og krossfest- ingu hans, var aðeins lokið útvalningu Júdaættkvíslarinnar sem „helgidóms“ Drottins. Um það getum við verið sam- mála.Drottinn endurreisti Júdaríki fyrr- um til þess að fullkomna þetta mikla hlutskipti þessarar konungsættkvíslar. Að þvi loknu dreifðist hún á ný. Um hitt er ég yður algjörlega ósammála, að með þessu hafi verið lokið hlutverki ísraelsþjóðarinnar, og að „nýr ísrael hafi verið kallaður og útvalinn“, en hinum forna ísrael útskúfað, því að þér haldið því raunverulega fram, að Kristur hafi útskúfað ísraelsþjóðinni, er þér segið: „Þegar Jesú kallar tólf postula, þá er það engin tilviljun, heldur merki um að sögu hinna tólf ættkvísla sé lokið.“ Þetta getur ekki þýtt annað en Krist- ur hafi komið til þess að ónýta öll fyrirheit Guðs ísraelsþjóðinni til handa, og að ekkert sé að marka neina spá- dóma eða fyrirheit Biblíunnar um ísrael eftir Krists daga. Þetta segið þér í'aun- ar berum orðum í bréfi yðar, þar sem þér segið: „Fyrirheitin um Landið helga, Jerú- salem og ísrael eru þaðan í frá aðeins tákn andlegra og eilífra staðreynda“ En hvað segir nú sjálf Ritningin um þetta? Þó að leitað sé með logandi ljósi, finnst ekki neinn stafur þar um í um- mælum Krists, að hann „útskúfi" fsrael eða telji sögu hans lokið við komu sína. En þar eru skýr ummæli um hið gagn- stæða. „Ætlið ekki að ég sé kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið eða spá- mennina; ég er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að upp- fylla“. (Matt. 5. 17). Þannig farast honum orð í Fjallræðunni. Þegar Kristur sendir lærisveina sína út, segir hann: „Leggið eigi leið yðar til heiðingja og gangið eigi inn í nokkra borg Samverja, en farið heldur til hinna týndu sauða af húsi ísraels.“ Á öðrum stað eru þessi orð eftir honum höfð: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af húsi ísraels“. Og enn má minna á, að síðustu orð postul- anna við himnaför Krists voru þessi: „Ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa ísrael?“ Til stuðnings þeim málstað yðar, að Guð hafi útskúfað fsraelsþjóðinni og breytt þeim fyrirheitum, sem henni 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.