Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 10
c---------------------------------------------------------------------------------' þessa, né heldur mun verða,“ og í Danielsbók (12. kap.): ,,Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei hafa verið, frá því er menn urðu fyrst til og alt til þess tíma.“ Um það verður tæpast deilt, að allir þessir Ritningarstaðir eiga við hina sömu atburði, þó skýrust og gleggst sé frásögnin í Opinberunarbókinni, þar sem beinlínis er sagt að um átök í geimnum (loftinu) verði að ræða. Engin kynslóð á undan þeirri sem nú lifir, gat upplifað geimstyrjöld, af þeirri einföldu ástæðu að menn kunnu þá enn ekki að ferðast um loftið, né heldur höfðu þá tækni tiltæka, sem loftsiglingunum fylgir. En vor kynslóð veit það — hver ein- asti maður veit það — að næstu átökin hljóta að verða í himingeimnum, og vér vitum það einnig að afleiðingar þeirra átaka verða slíkar, að þess munu engin dæmi „frá því er menn urðu fyrst til og alt til þess tíma.“ Eyðileggingarmáttur geimvopnanna og hæfnin til að skjóta þeim í ákveðin mörk úr órafjarlægð er orðin svo mikil, að lítil von er til að verja þau svæði sem árás verður beint að, nema með mjög öflugum gagnárásar- tækjum. Þetta þarf ekki að rekja hér nánar, um þetta deila menn ekki lengur. En það sem menn þyrftu að veita athygli í þessu sambandi er, að þetla hefir allt verið sagt fyrir. Þær tilvitnanir, sem hér að framan er vísað til nægja til að sanna þetta. Og þar sem þetta gerist í sambandi við það að „hinn sjöundi“, eða síðasti engillinn hellir úr reiðiskál sinni, er jafn- framt greinilegt að þá er komið að lokastiginu og framundan er hrun þeirra skipulagshátta, sem vér höfum búið við um aldaraðir. Fyrir þá, sem hugleiða spádóma Ritningarinnar er þetta augljóst mál. Hinar mögnuðu eldflaugar og gervitunglin, sem nú þjóta með ofsa- hraða umhverfis jörðina, en eru aðeins byrjunarstig geimferðanna, gefa nokkra hugmynd um hvers vænta má í framtíðinni. Árið 1958 verður ár mikilla atburða á sviði geimsiglinga og fjarstýrðra geimvopna. Þróunin heldur áfram með sívaxandi hraða og mannkynið heldur áfram að greinast í andstæðar fylkingar þrátt fyrir allt friðarskrafið, sem er aðeins blekkingatal til að friða í bili fólkið á jörðunni, en um leið að afvegaleiða það, svo það sjái ekki í hvert óefni lífi þess og fram- tíð er stefnt. Það er óskaplegt til þess að vita að þeir menn, sem þjóðimar vænta af andlegrar leiðsagnar, svo sem prestar þeirra og aðrir slíkir „and- legir“ leiðtogar, skuli bregðast svo gersamlega hlutverki sínu, að vísa mann- kyninu á réttan veg, sem raun ber vitni. En hvemig má annað vera, þegar þeir telja spádóma Biblíunnar marklaust hjal eða „síðari tíma tilbúning“, eða þegar bezt lætur „viðvaranir sem reyndust réttar ef ekki var farið eftir þeim,“ eins og þetta nú mun vera orðað. Em það ekki fyrst og fremst þessir blindu leiðtogar, sem sökina eiga á því hvemig komið er s--------------------------------------------------------------------------------- 4 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.