Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 37
BILLY GRAHAM:
Eínasta vonin
VitnisburSur íortíSarinnar.
„Réttlætiö hefur upp lýðinn, en synd-
in er þjóðanna skömm.“
(Orðskv. 14, 34.)
Ég stóð dag nokkurn í djúpum þönk-
um við bláa strönd Miðjarðarhafsins.
— Mér varð hugsað til fornra menn-
ingarþjóðfélaga, sem blómguðust og
urðu viðfræg, en liðu svo undir lok, og
finnast nú aðeins á spjöldum sögunnar.
Siðmenning fornaldarinnar.
„Fornminjafræðin sannar syndaflóð-
ið,“ sagði Lundúnablaðið Times árið
1929. Greinin, sem fylgdi þessari yfir-
skrift, gaf fornfræðilegt yfirlit yfir sið-
menninguna fyrir daga syndaflóðsins.
Biblían gefur einnig lifandi vitnisburð
um synd og hnignun þessa tímabils.
Næstum tvö þúsund ár voru liðin frá
paradísarvistinni í Eden. Á þessu
tímabili hafði átt sér stað hræðileg sið-
ferðileg spilling. Fjörbrot þessa hörm-
ungatíma eru skráð í I. Mósebók. Synd,
afbrot, siðspilling, rangsnúið fjöl-
skyldulíf, ónáttúrlegar girndir, morð,
guðlast — þetta eru höfuðdrættir ald-
arfarsins, rétt fyrir syndaflóðið. Þegar
Guð leit alla spillinguna og syndina frá
himni sínum, hryggðist hann og iðrað-
ist sköpunar mannsins. Hann ákvað að
útrýma öllu lífi með hinum ægilega
dómi — syndaflóðinu. Og þannig var
hinni voldugu þjóðmenningu, sem tekið
hafði næstum tvö þúsund ár að byggja
upp, gjöreytt á aðeins 40 dögum. Ég
leyfi mér að segja: Það var ekki synda-
flóðið, sem eyddi þessum kynslóðum!
Syndin hafði sýkt hjartað og kjarnann
í siðmenningu fornaldarinnar.
Það er undirstöðulögmál Guðs, sem
birtist okkur frá I. Mósebók til Opin-
berunarbókarinnar, er segir: „Laun
syndarinnar er dauðinn.“ Launin fyrir
syndir þjóðanna, launin fyrir syndir
þjóðskipulagsins og launin fyrir hverja
einstaka synd er dauðinn. Engin þjóð,
ekkert skipulag eða einstaklingur, sem
lifir í syndinni, getur skotið sér undan
dómi Guðs.
israel.
Israel varð voldug þjóð, samkvæmt
loforðum Guðs við Abraham, Isak og
Jakob. ísrael var ekki aðeins trúað fyr-
ir þekkingunni um hinn lifandi Guð —
það var líka öflugt herveldi, sem lét til
sín taka á mörgum vígstöðvum. Á
stjórnarárum Davíðs og Salómós varð
ísrael ein voldugasta þjóðin, bæði sið-
ferðilega, andlega og efnalega. En synd,
innri rotnun, hjáguðadýrkun og sið-
spilling afvegaleiddi þjóðina. „Laun
syndarinnar er dauðinn.“ ísrael var
hrundið af tindi frægðarinnar.
Árið 586 f. Kr. ruddust hersveitir
Babylonar inn í höfuðstað þeirra og
DAGRENNING 31